Kvenfélag Bústaðasóknar

Kvenfélag Bústaðasóknar var stofnað 16. mars 1953. Fundirnir eru haldnir annan mánudag í mánuði í safnaðarheimili Bústaðakirkju frá október til maí nema annað sé auglýst.

Kvenfélagið hefur verið tryggur bakhjarl Bústaðakirkju frá því að hún var byggð. Einnig hefur félagið styrkt mörg góð málefni í gegnum tíðina og alltaf er þörf fyrir meiri aðstoð í okkar samfélagi. Allt frá því að hjálpa einstaklingum og félagsamtökum eða taka þátt í stórum söfnunum. Kvenfélag Bústaðasóknar fagnaði 60 ára afmæli sínu árið 2013.

Kvenfélag Bústaðasóknar er með Facebook síðu þar sem hægt er að finna nánari upplýsingar um félagið.

Hefur þú áhuga á að taka þátt? Hafðu samband við formann félagsins, Hólmfríði Ólafsdóttur, netfang: holmfridur (hjá) kirkja.is. Einnig eru upplýsingar um næstu fundi settar inn á Facebook síðu félagsins.