Kvenstúdentafélag Íslands – Félag háskólakvenna

Kvenstúdnetafélagið lógóKvenstúdentafélag Íslands var stofnað 7. apríl 1928. Meginverkefni félagsins hefur verið að styrkja íslenskar konur til mennta og framgangs. Í upphafi sögu félagsins var eitt fyrsta skref félagsins til að stuðla að menntunarmöguleikum kvenna á Íslandi að safna fé til að kaupa eitt herbergi á nýjum stúdentagarði. Þannig vildi félagið tryggja rétt kvenstúdenta til búsetu á garðinum. Seinna var enskri konu veittur styrkur til að vinna að þýðingum á Eddu-kvæðum og vann hún verkið að mestu hér á landi. Nefna má hér nokkrar af mörgum greinum styrktar hafa verið: Klínísk öldrunarsálfræði, sagnfræði um tímabil hinna miklu þjóðfélagsbreytinga sem urðu um síðustu aldamót, verkfræði og verkfræðileg stjórnun vatnsauðlinda, jarðfræði og dýralækningar svo eitthvað sé nefnt.

En á breyttum tímum með auknu jafnrétti og betri styrkja- og lánamöguleikum íslenskra kvenna til náms stóð félagið að verkefni til 5 ára þar sem þrjár erlendar konur voru styrktar til háskólanáms á Íslandi og svaraði þannig mikilli þörf en erlendar konur eiga hvergi rétt á stuðningi til náms. Verkefnið var unnið í samvinnu við Alþjóðahúsið og verkefnið Félagsvin – Mentor sem útvegaði þátttakendum mentor eða félagsvin úr röðum okkar háskólakvenna.

Kvenstúdentafélagið heldur úti vefsíðu og gefur út fréttabréf. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um styrki og námskeið á vegum félagsins.

Dæmi um námskeið sem haldin hafa verið á vegum félagsins:

  • Staða konunnar fyrr á öldum
  • Viðskiptaenska
  • Internetið
  • Verðbréf
  • Að skoða málverk
  • Dulhyggja í listum Leikhúsnámskeiðið „Að njóta leiklistar” ofl.

Hefur þú áhuga á að taka þátt? Sendu póst á netfang Kvenstúdentafélagsins – Félags háskólakvenna, felaghaskolakvenna (hjá) gmail.com, eða mættu á næsta fund en allir fundir félagsins eru auglýstir á Facebook síðu  okkar.