Kvenfélag Hallgrímskirkju

Kvenfélag Hallgrímskirkju var stofnað 8. mars 1942. Það voru miklar hugsjónakonur sem stóðu að stofnun félagsins en markmið þess var að safna fyrir búnaði í verðandi kirkju og hefur félagið gefið stórar upphæðir til uppbyggingu kirkjunnar. Kirkjan er nú risin og er talin ein af tíu fegurstu kirkjum í Evrópu.

Félagið starfar að uppbyggingu ýmissar samfélagslegrar þjónustu í hverfinu og framundan hjá félaginu er að styðja við uppbyggingu félagsmiðstöðvar í gömlu spennistöðinni á lóð Austurbæjarskóla.

Félagið verður með kynningarfund um starfsemi sína fimmtudaginn 20. mars 2014 kl. 20:00 í safnaðarheimili kirkjunnar.

Hefur þú áhuga á að taka þátt? Hafðu samband við formann kvenfélags Hallgrímskirkju, Guðrúnu Gunnarsdóttur, netfang: gudrun.gunnarsdottir1 (hjá) rvkskolar.is, sími: 699-3266