Kvenfélag Seljasóknar

Kvenfélag Seljasóknar var stofnað 1981 og hefur frá upphafi lagt áherslu á uppbyggingu samfélagslegrar þjónustu í Seljahverfi, m.a. uppbyggingu kirkjunnar, hvatningu til nemenda og stuðning með ýmsu móti við einstaka hverfisbúa sem átt hafa við erfiðleika að stríða. Meðal annars hefur kvenfélagið gefið bókagjafir til framúrskarandi nemenda í Seljaskóla og Ölduselsskóla; flygil, eldhús og borðbúnað til kirkjunnar; auk þess sem öll þrjú kvenfélögin í Breiðholti gáfu sameiginlega 4 stóla til blóðlækningadeildar Landspítalans árið 2012.

Kvenfélag Seljasóknar fundar fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann og hefur aðstöðu í safnaðarheimili Seljakirkju.

Hefur þú áhuga á að taka þátt? Hafðu samband við formann kvenfélags Seljasóknar, Álfheiði Árnadóttur, netfang: alfheida (hjá) gmail.com, sími: 863-5690.