Aðildarfélög

Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík eru 16 talsins og starfa á breiðum grunni að félags-, líknar- og mannúðarmálum.

Smelltu á tengilinn til að sjá nánari upplýsingar um aðildarfélögin, skipulag starfsemi þeirra og hvernig þú getur haft samband:

Verkefni og viðfangsefni kvenfélaganna í Reykjavík

Kvenfélögin í Reykjavík starfa flest í tengslum við ákveðna málaflokka og/eða ákveðna borgarhluta og eru þannig í einstöku sambandi við nærumhverfi sitt og samfélag. Þannig þekkja þau vel hvar þörf er fyrir aðstoð hverju sinni og hvað má bæta í samfélagi nútímans.

Aðildarfélögin sinna margvíslegum verkefnum og er heildarupphæð veittra styrkja áætluð í kringum 154 milljónir árið 2013.

Meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki eru ýmsar stofnanir innan heilbrigðiskerfisins þar sem börnum er sinnt (m.a. Barnaspítali Hringsins og BUGL), Dyngjan áfangaheimili fyrir konur og átröskunarteymi á LSH, Konukot, Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins fyrir þróun og prófanir á snjallsímaforriti (appi) í leikjaformi sem er ætlað að hjálpa ungu fólki að bæta heilsu sína með áherslu á mataræði, hreyfingu og geðrækt í samstarfi við Heilsuskólann, Thorvaldsenssjóðurinn til styrktar sumardvalar fyrir sykursjúk börn og unglinga og rannsókna á málefnum þeim viðkomandi, starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal, söfnun fyrir línuhraðal, barnastarf í kirkjum, Rannsóknarstofa í krabbameinsfræðum, uppbygging félagsmiðstöðvar við Austurbæjarskóla og fleira.

Stærsti styrkurinn sem veittur var á árinu var frá Kvenfélaginu Hringnum að upphæð 110 milljónir í tilefni 110 ára afmælis Hringsins. Alls námu styrkveitingar Hringsins á árinu 2013 um 148 milljónum króna.
Fjáröflunarleiðir aðildarfélaganna eru margvíslegar, þar má nefna útimarkaði, sölu í verslunum (Thorvaldsensfélagið rekur Thorvaldsensbasarinn í Austurstræti og Hvítabandið verslun í Furugrund), kaffi- og kökusölu, sölu á prjónavörum, happdrætti og bingó svo dæmi séu nefnd.

Einnig gefa nokkur kvenfélög hvatningarverðlaun til framúrskarandi nemenda í sínum hverfisskólum.

 

Recent Posts

Ársþing BKR 27. mars 2021

Í lögum BKR segir svo í 5. gr.

5. grein: Ársþing

a) Ársþingið fer með æðsta ákvörðunarvald BKR. Það skal haldið fyrir lok mars ár hvert. Ársþing skal boða bréflega með mánaðar fyrirvara ásamt dagskrá.

Þar sem núgildandi sóttvarnir gilda til 17. febrúar nk. er rétt að boða til ársþings skv. lögum BKR fyrir lok mars, þ.e. laugardaginn 27. mars. Ef ekki verður hægt að halda ársþingið þennan dag vegna fjöldatakmarkana, verður beiðni send út tímanlega um frestun, alla vega fram í maí. Dagskrá þingsins er hefðbundin og verður send út tímanlega fyrir þingið.

 1. Gleðileg jól Comments Off on Gleðileg jól
 2. Jólafundur BKR 2020 fellur niður vegna sóttvarna Comments Off on Jólafundur BKR 2020 fellur niður vegna sóttvarna
 3. Konur lifa ekki á þakklætinu! Comments Off on Konur lifa ekki á þakklætinu!
 4. Höfðingleg gjöf Thorvaldsensfélagins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna. Comments Off on Höfðingleg gjöf Thorvaldsensfélagins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna.
 5. Comments Off on
 6. Gleðilegt nýtt ár Comments Off on Gleðilegt nýtt ár
 7. Gleðileg jól Comments Off on Gleðileg jól
 8. Jólafundur BKR 21. nóvember 2019 kl. 19:30 Comments Off on Jólafundur BKR 21. nóvember 2019 kl. 19:30
 9. 19. júní á Hallveigarstöðum Comments Off on 19. júní á Hallveigarstöðum
 10. Umsókn um styrk í Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna Comments Off on Umsókn um styrk í Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna
 11. 103. árþsing BKR 9. mars 2019 Comments Off on 103. árþsing BKR 9. mars 2019
 12. Jólafundur BKR 15. nóvember 2018 Comments Off on Jólafundur BKR 15. nóvember 2018
 13. Hver hugar að þinni heilsu kona góð? Comments Off on Hver hugar að þinni heilsu kona góð?
 14. Umsókn um styrk í Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna Comments Off on Umsókn um styrk í Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna