Frá ársþingi BKR 5. mars 2022

Laugardaginn 5.mars sl. hélt Bandalagið sitt 106. ársþing á Nauthól. Ánægjulegt var að geta haldið viðburð án takmarkana eftir tveggja ára covid og bar þingið þess sannarlega merki. Glaðbeittar konur héldu uppi líflegum umræðum og hefðbundin dagskrá fór vel fram. Bandalagið tilnefndi Sigurþóru Bergsdóttir frá Berginu sem KONU ÁRSINS 2021 og Hvatningarviðurkenningu ársins 2021 hlaut BAKVARÐASVEIT covid 19 og var það Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur sem veitti verðlaununum móttöku. Í lokin var það Ólafur Jón Jónsson sem fræddi þingið um hættur á netinu. Við þökkum öllum þeim sem mættu fyrir samveruna og góðar stundir. Fanney Úlfljótsdóttir formaður kvaddi Bandalagið eftir 5 ára formennsku og við keflinu tók Vilborg Þ.K. Bergman. Fleiri myndir eru á Facebook síðu BKR.

Fanney Úlfljótsdóttir, fyrrverandi formaður og Vilborg Þ.K. Bergman viðtakandi formaður
Vilborg Þ.K. Bergman, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Fanney Úlfljótsdóttir
Viðurkenningarhafar ásamt stjórn BKR