Stefnuskrá BKR

Nýtt lógó frá MichaelSTEFNUSKRÁ BANDALAGS KVENNA Í REYKJAVÍK

Hlutverk
Bandalag kvenna í Reykjavík (BKR) hefur frá upphafi verið öflugt félag með bætta stöðu
kvenna og uppbyggingu samfélagslegrar þjónustu að leiðarljósi, með áherslu á mennta-, fjölskyldu- og velferðarmál. BKR og aðildarfélögin hafa ávallt haft frumkvæði að því að bera kennsl á samfélagsleg málefni sem þarfnast nánari skoðunar og leitað nýrra leiða til þess að mæta þörfum samfélagsins. BKR hefur ávallt byggt á kraftinum sem felst í áræðni, virku tengslaneti og vilja kvenna til góðra verka.

Markmið BKR er að stuðla að jafnræði til náms óháð efnahagslegri og félagslegri stöðu,
vinna að jafnréttis-, velferðar- og fjölskyldumálum og hvetja til opinberrar umræðu á þeim sviðum, sem og að standa fyrir menningar- og fræðslustarfsemi.  Aðild að bandalaginu eiga félög kvenna, sem og blönduð félög karla og kvenna, er starfa
að markmiðum þess á höfuðborgarsvæðinu.

Framtíðarsýn
BKR verði einn helsti vettvangur framsækinnar umræðu um málefni sem tengjast konum og börnum, þar sem ólík félög á höfuðborgarsvæðinu eigi samstarf og beini í sameiningu sjónum að þörf fyrir breytingar og knýi á um framkvæmd verkefna í þágu jafnréttis-, velferðar-, fjölskyldu-, mannúðar- og menntamála. BKR leggi áherslu á kynningu og samstarf aðildarfélaganna og umræðu um þá málaflokka sem falla undir áherslusvið bandalagsins, m.a. með opnum fundum og veitingu rannsóknarstyrkja.

BKR sinni hagsmunagæslu fyrir félagasamtök og styðji við starfsemi aðildarfélaganna
með námskeiðahaldi og ráðgjöf. BKR leggi sömuleiðis áherslu á samstarf við önnur frjáls félagasamtök, fagfélög, atvinnulífið og opinbera stjórnsýslu á áherslusviðum
bandalagsins.

Áherslusvið
Áherslusvið BKR mótast af þeim félögum sem starfa innan bandalagsins. Sérþekking
innan félagsins liggur því í málefnum sem tengjast konum og börnum.

Eftirtalin málefni eru stefnumál BKR:

Stefnumál BKR 2014

Stuðningur við rannsóknir á áherslusviðum BKR er mikilvægur til þess að beina sjónum
að málefnum sem fengið hafa takmarkaða athygli og þar sem vinna þarf að úrbótum.

Framkvæmdaáætlun
Stjórn BKR gerir framkvæmdaáætlun til tveggja ára í senn í samræmi við stefnu
bandalagsins. Þessi framkvæmdaáætlun skal endurskoðuð árlega.

Stefna BKR skal vera í stöðugri þróun og endurskoðun.

Samþykkt á 98. ársþingi Bandalags kvenna í Reykjavík,
8. mars 2014