Frásögn styrkhafa

Bt. Bandalags kvenna í Reykjavík

Mig langaði til að þakka fyrir þann stuðning sem ég fékk frá ykkur síðastliðið haust 2012, en þá fékk ég skólastyrk til að klára Bs nám mitt. Það var alveg ómetanlegt að hafa fengið skólastyrk þar sem það hjálpaði mjög mikið til en ég átti ekki rétt á námslánum né skólagjaldalánum og hef verið í miklum fjárhagskröggum. Í janúar síðastliðnum útskrifaðist ég sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, ásamt því að vera í endurhæfingu hjá Janus endurhæfingu. Ég er enn í endurhæfingu hjá Janusi og ég hef verið það síðan í mars 2012. Núna er ég á svokallaðari vinnubraut og er að undirbúa mig til að fara í frekara nám og jafnvel út á vinnumarkað. Ég sótti um nám í íþrótta og heilsufræði í Háskóla Íslands og fékk ég inngöngu í diplómanám á meistarastigi næstkomandi haust.

Ég vil enn og aftur þakka ykkur fyrir framlag ykkar og tækifæri sem ég fékk og gerði mér kleift að klára námið mitt.

Viðkomandi óskaði eftir nafnleynd.

Umsagnir styrkhafa í afmælisriti BKR sem gefið var út árið 2007 í tilefni 90 ára afmælis félagsins