Afhending styrkja úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna fer fram í hátíðarsal Hallveigarstaða, Túngötu 14, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17:30. Í boði verða léttar veitingar.
BKR stofnaði starfsmenntunarsjóð ungra kvenna þann 18. mars 1995. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Einkum eru þetta ungar einstæðar konur með börn, sem einhverra hluta vegna hafa þurft að hætta námi á sínum tíma.
Nánari upplýsingar um starfsmenntunarsjóð ungra kvenna má finna hér.
Stjórn Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna