Styrkir úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna afhentir

Í dag afhenti Bandalag kvenna í Reykjavík styrki úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna í 16. sinn frá stofnun sjóðsins árið 1995. Alls var úthlutað 20 styrkjum fyrir skólaárið 2013-2014 úr Starfsmenntunarsjóðnum að heildarupphæð rúmlega 2,2 milljónir króna.

Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Í gegnum tíðina hafa styrkþegar einkum verið ungar einstæðar mæður, sem einhverra hluta vegna hafa þurft að hætta námi á sínum tíma.

Á þessum 17 árum sem sjóðurinn hefur starfað hefur verið úthlutað 119 styrkjum að fjárhæð samtals kr. 13.566.000. Starfandi er fjáröflunarnefnd starfsmenntunarsjóðsins, en sú nefnd hefur unnið mikið starf. Einnig gefa aðildarfélög BKR til sjóðsins auk þess sem sjóðurinn hefur notið velvildar og styrkja ýmissa fyrirtækja og stofnana sem er ómetanlegt, m.a. SORPU / Góða hirðinum, Landsbankanum og Rio Tinto Alcan.

Ástrún Friðbjörnsdóttir sá um söng og Katrín Ósk Adamsdóttir, styrkþegi frá Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna 2012, flutti erindi.

Starfsmenntunarsjóður úthlutun 2013

Styrkhafar 2013 ásamt formanni BKR og stjórn Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna.