Verkefnastyrkir vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

Kosningaréttur kvenna 100Nefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015 auglýsir styrki til verkefna árið 2015. Opnað verður fyrir umsóknir á þessu ári 24. október n.k.

Verkefnin þurfa að tengjast megintilgangi nefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna:

·         að minnast afmælisins

·         að auka jafnréttis- og lýðræðisvitund þjóðarinnar

·         að blása til nýrrar sóknar í jafnréttis- og mannréttindamálum

Við það skal miðað að styrkir úr sjóðnum verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög við verkefnið eða draga úr stuðningi annarra við þau. Úthlutanir verða í tvennu lagi.

Opnað verður fyrir umsóknir á þessu ári 24. október n.k. og þurfa þær að hafa borist fyrir 15. nóvember til að hljóta afgreiðslu. Umsóknir um styrki á næsta ári verða auglýstar síðar og sérstaklega.

Umsóknareyðublöð verða rafræn á vefsíðu afmælis-nefndarinnar,  www.kosningarettur100ara.isVefsíðan verður opnuð 24. október.

Frekari upplýsingar veitir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri nefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, sími: 5630100, póstfang: arj@kosningarettur100ara.is