Kvenfélag Bústaðasóknar styrkir Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Formaður Kvenfélags Bústaðasóknar, Hólmfríður Ólafsdóttir, afhenti í dag formanni Bandalags kvenna í Reykjavík, Ingibjörgu Rafnar Pétursdóttur, styrk kvenfélagsins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna upp á 100 þúsund krónur.

Bandalag kvenna í Reykjavík færir Kvenfélagi Bústaðasóknar bestu þakkir fyrir styrkinn til sjóðsins sem í ár fagnar 20 ára starfsafmæli. Frá upphafi hefur verið úthlutað úr sjóðnum styrkjum að upphæð tæplega 16 milljóna króna til um 140 ungra kvenna sem ekki eiga annan kost á námslánum.

Hólmfríður Ólafsdóttir, formaður Kvenfélags Bústaðakirkju afhentir Ingibjörgu Rafnar Pétursdóttur, formanni BKR styrk kvenfélagsins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna

Hólmfríður Ólafsdóttir, formaður Kvenfélags Bústaðakirkju afhentir Ingibjörgu Rafnar Pétursdóttur, formanni BKR styrk kvenfélagsins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna