Viðurkenningar BKR

Bandalag kvenna í Reykjavík afhenti í fyrsta sinn viðurkenningar til aðila sem starfa á áherslusviðum félagsins á 98. þingi félagsins á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars 2014.

BKR telur mikilvægt að vekja athygli á því góða starfi sem unnið er á öllum sviðum samfélagsins.

VIÐURKENNINGAR ÁRIÐ 2017

Viðurkenninguna KONA ÁRSINS hlaut Margrét Sigfúsdóttir fyrir starf sitt sem skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík.

Mynd frá Bandalag kvenna í Reykjavík, BKR.

VIÐURKENNINGAR ÁRIÐ 2016

Viðurkenninguna KONA ÁRSINS hlaut  Inga Dóra Sigfúsdóttir – fyrir brautryðjandi starf á sviði rannsókna á líðan barna og unglinga í nútímasamfélagi.

HVATNINGARVIÐURKENNING BKR : Samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Saman gegn ofbeldi.

VIÐURKENNINGAR ÁRIÐ 2015

Viðurkenninguna KONA ÁRSINS hlaut Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrir ómetanlegt hugsjónastarf gegn kynbundnu ofbeldi og klámvæðingu með áherslu á ungt fólk á mótunarárum.

Thorvaldsensfélagið hlýtur viðurkenninguna KVENFÉLAG ÁRSINS fyrir ómetanlegt starf í þágu barna í 140 ár.

Félag fósturforeldra hlaut HVATNINGARVIÐURKENNING BKR fyrir starf fósturforeldra um land allt í umönnun barna þegar aðstæður leyfa ekki að börn og unglingar dvelji á heimilum sínum, varanlega eða tímabundið.

Viðurkenningar

Frá vinstri: Guðbergur G. Birkisson, fyrir hönd Félags fósturforeldra; Þórdís Elva Þorvaldsdóttir; Anna Birna Jensdóttir, fyrir hönd Thorvaldsensfélagsins og Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður BKR.

VIÐURKENNINGAR ÁRIÐ 2014

Viðurkenninguna KONA ÁRSINS 2014 hlaut Herdísi Storgaard fyrir áratuga langa baráttu á sviði slysavarna, og þá sérstaklega barna. Herdís er framkvæmdastjóri Slysavarnahússins og frumkvöðull á sviði slysavörnum barna. Einnig stýrir hún tilraunaverkefni um slysavarnir aldraðra fyrir Reykjavíkurborg.

Kvenfélagið Hringurinn hlaut viðurkenninguna KVENFÉLAG ÁRSINS 2014 fyrir störf í þágu líknar- og mannúðarmála og uppbyggingu Barnaspítala Hringsins. Félagið fagnaði 110 ára afmæli sínu á árinu og veitti af því tilefni Barnaspítala Hringsins 110 milljón króna gjöf sem gerir spítalanum kleift að vera meðal þeirra fremstu í heiminum. Árið 2012 fékk Barnaspítali Hringsins 70 milljón króna gjöf frá kvenfélaginu í tilefni af 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðs. Formaður Hringsins, Valgerður Einarsdóttir, tók við viðurkenningunni fyrir hönd kvenfélagsins.

HVATNINGARVIÐURKENNINGU BKR 2014 hlaut veftímaritið kritin.is fyrir brautryðjandi starf í umræðu um skólamál. Veftímaritið Krítin var stofnað í maí 2012. Ritstjórar og hugmyndasmiðirnir veftímaritsins eru Edda Kjartansdóttir og Nanna Kristín Christiansen sem tóku við viðurkenningunni á fundinum. Markmið Krítarinnar er að auka faglega umræðu um málefni skóla og auka virðingu fyrir því starfi sem þar fer fram.

Viðurkenningarhafar 2014 og formaður BKR