Lög og reglur BKR

Lög og reglur BKR

I. kafli

1. grein – Nafn, heimilisfang og varnarþing

1.1                Bandalag kvenna í Reykjavík (BKR) er félagasamband með heimilisfang og varnarþing í Reykjavík.

2. grein – Aðild

2.1                Rétt á aðild að BKR eiga kvenfélög í Reykjavík og félög karla og kvenna sem starfa að markmiðum þess.

3. grein – Markmið

3.1.               Að efla kynningu og samstarf aðildarfélaganna.

3.2                Að stuðla að aukinni menntun kvenna.

3.3                Að vinna að velferðar- og fjölskyldumálum.

3.4                Að standa fyrir hverskonar menningar- og fræðslustarfsemi.

II. kafli

4. grein – Stjórnun BKR

4.1                Stjórn og valdsvið

4.1.1             Kjörtímabil stjórnar er þrjú ár í senn.

4.1.2             Í stjórn BKR eru formaður, gjaldkeri, ritari og fjórir (4) meðstjórnendur sem kosnir eru á ársþingi og mynda alls sjö manna stjórn Á fyrsta fundi stjórnar skipta meðstjórnendur með sér verkum, þ.e. varaformaður, varagjaldkeri, vararitari og meðstjórnandi

4.2                Stjórnin fer með æðsta vald BKR milli ársþinga og samþykkir birtingu efnis á vegum BKR í fjölmiðlum.

4.3                Formaður og til vara, varaformaður eða ritari, kemur fram fyrir hönd bandalagsins út á við og er málsvari þess.

4.4                Formaður eða varaformaður undirritar skjöl BKR ásamt ritara og/eða gjaldkera eftir því sem við á.

4.5                Stjórn hefur umsjón með undirbúningi ársþings.

4.6                Stjórn boðar formannafundi tvisvar á ári.

4.7                Stjórn ber ábyrgð á heimasíðu BKR og sér um að lög og reglur BKR, stefnuskrá og starfsreglur stjórnar BKR séu birt þar og uppfærð.

5. grein – Stjórnarfundir og skyldur embættismanna

5.1                Stjórnarfundir skulu haldnir eftir þörfum.

5.1.1             Formaður eða varaformaður boðar til stjórnarfunda og semur dagskrá ásamt stjórn.

5.1.2             Óski amk þrír (3) stjórnarmenn eftir aukafundi er skylt að boða til hans.

5.1.3             Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum.

5.2.               Ritari

5.2.1             bókar það sem gerist á stjórnarfundum og fundum með formönnum og sendir aðilum stjórnar og formönnum aðildarfélaganna fundargerðir eftir atvikum.

5.2.2             heldur skrá yfir stjórnarmenn, nefndarmenn og formenn aðildarfélaga

5.2.3             sér um skjalavörslu.

5.2.4             kemur samþykktum og ályktunum ársþings á framfæri í samstarfi við formann.

5.3                Gjaldkeri  

5.3.1             sér um innheimtu gjalda og allar greiðslur.

5.3.2             leggur fram reikninga BKR á síðasta stjórnarfundi fyrir ársþing, uppsetta og áritaða af skoðunarmanni bandalagsins og undirritaða af tveimur kjörnum skoðunarmönnum.

5.3.3             annast gerð fjárhagsáætlunar í samráði við stjórn

III. kafli

6. grein Fjármál

6.1.               Fjárhagsár bandalagsins er almanaksárið..

6.2                Ársþing ákveður aðildargjöld í BKR.

6.3                Árgjald yfirstandandi árs skal greitt fyrir setningu ársþings.

6.4                Reikningar skulu liggja frammi á ársþingi

6.5                Fjárhagsáætlun skal lögð fram á ársþingi en áður send með fundarboði.

6.6.               Tekjum bandlagsins skal varið til að bera kostnað af starfsemi þess.

IV. kafli

7. grein Fundir

7.1                Ársþing

7.1.1             Ársþing fer með æðsta ákvörðunarvald BKR.

7.1.2             Ársþing skal haldið fyrir lok mars ár hvert.

7.1.3             Ársþing skal boða bréflega, með tölvupósti og/eða samfélagsmiðlum með mánaðar fyrirvara, ásamt drögum að dagskrá, fjárhagsáætlun og tillögum til lagabreytinga sem borist hafa

7.1.4             Ársþing telst lögmætt ef löglega er til þess boðað og fulltrúar meirihluta aðildarfélaga er viðstaddur.

7.1.5             Hvert aðildarfélag hefur heimild til að senda þrjá (3) fulltrúa með atkvæðisrétt á þingið, en áheyrnarfulltrúum er heimil seta á ársþingi BKR án atkvæðisréttar en með málfrelsi og tillögurétti.Stjórnarmenn BKR eru ekki kjörgengir á þing sem fulltrúar síns félags en sem stjórnarmenn hafa þeir rétt til setu á þingi með fullum réttindum.

7.1.6             Þingið kýs fundarstjóra, ritara, kjörbréfanefnd og aðra starfsmenn.

7.1.7             Kjörbréfanefnd ákveður atkvæðamagn þingsins, samkvæmt kjörbréfum og telur atkvæði við atkvæðagreiðslu og kosningu.

7.1.8             Formaður gefur skýrslu um starfsemi BKR og kynnir drög að starfs- og framkvæmdaáætlun (sbr. stefnuskrá dags. 8. mars 2014).

7.1.9             Gjaldkeri leggur fram áritaða og endurskoðaða ársreikninga og fjárhagsáætlun.

7.1.10           Nefndir og aðildarfélög flytji og skili skýrslu um störf sín.

7.1.11           Fyrirliggjandi tillögur eru kynntar og afgreiddar.

7.2                Mál sem óskað er eftir að tekin verði til afgreiðslu á ársþingi þarf að leggja skriflega fram í síðasta lagi í upphafi þingsins.

7.3                Á ársþingi ræður meirihluti atkvæða úrslitum mála. Falli atkvæði jöfn er mál fallið.

7.4                Þingið ákveður lagabreytingar og þarf samþykki 2/3 (tveggja/þriðju) viðstaddra fulltrúa.

7.5                Ritarar þingsins hverju sinni ganga frá fundargerð og skal hún liggja frammi á fyrsta stjórnarfundi eftir þingið. Stjórn bandalagsins sér um að senda stjórnum aðildarfélaga fundargerð ársþings.

7.6                Formannafundir

7.6.1             Tvisvar á ári boðar stjórn BKR til funda með formönnum og varaformönnum aðildafélaganna.

7.6.2             Tilgangur formannafunda er m.a. að vinna að hugmyndum og móta tillögur fyrir starfs- og framkvæmdaáætlun, um sameiginleg málefni sem unnið verði að í samræmi við markmið BKR.

V. kafli

8. grein Tilnefningar, kosningar og kjörgengi

8.1                Minnst þremur (3) mánuðum fyrir ársþing skal uppstillingar- og kjörnefnd skriflega biðja aðildarfélögin um tilnefningar í laus embætti í stjórn og fastanefndir BKR samkvæmt gildandi reglum um skipan þeirra og að fengnum upplýsingum frá stjórn. Jafnframt er nefndinni heimilt að leita eftir hæfum aðilum til tilnefningar í embætti og nefndir.

8.1.1             Framboð í í stjórn eða nefndir á vegum BKR skulu berast uppstillingar- og kjörnefnd eða stjórn bandalagsins ekki seinna en fjórum (4) vikum fyrir ársþing. Tillögur uppstillingarnefndar skulu berast stjórn BKR og formönnum aðildarfélaganna amk tveimur vikum fyrir ársþing.

8.2                Tilnefningar á ársþingi.

8.2.1             Á ársþingi geta fulltrúar tilnefnt til viðbótar á kjörlista.

8.2.2             Viðkomandi frambjóðandi gefi skriflega yfirlýsingu um að hann sé reiðubúinn til starfa.

8.3                Kosningar og kjörgengi

8.3.1             Ársþing BKR kýs formann, gjaldkera og ritara til þriggja ára í senn.

Eitt árið skal kjósa formann, annað árið ritara og þriðja árið gjaldkera.

8.3.2             Á ársþingi eru að auki kosnir fjórir (4) meðstjórnendur sem sitja eitt kjörtímabil (3 ár) í senn

8.3.3             Alla stjórnarmenn má endurkjósa en þeir hafa seturétt í sama embætti í tvö kjörtímabil í röð óski þeir þess.

8.3.4             Stjórnarmenn eru kjörgengir til formanns, gjaldkera og ritara án tillits til þess hve lengi þeir hafa starfað í stjórn eða frá hvaða aðildarfélagi þeir koma.

8.4                Kosning skal vera bundin og leynileg ef um er að ræða fleiri framboð til sama embættis en kveðið er á um, annars skoðast fram­bjóð­endur sjálfkjörnir.

8.4.1             Falli atkvæði að jöfnu skal kjósa að nýju milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu.

VI. kafli Starfsemi

9. grein Nefndir

9.1                Fastanefndir BKR eru:

Uppstillingar- og kjörnefnd

Skoðunarmenn reikninga

Orlofsnefnd húsmæðra

Stjórn starfsmenntunarsjóð

Fjáröflunarnefnd starfsmenntunarsjóðs

Skólastjórn Hússtjórnarskólans í Reykjavík

Stjórn og húsnefnd Kvennaheimilisins Hallveigarstaða

9.2                Kjósa skal í fastanefndir á ársþingi.

9.3                Í fastanefndum skulu vera 3-7fulltrúar, eftir því sem kveðið er á um í þessum lögum, kosnir á ársþingi til þriggja ára..

(Frávik sbr. IV.kafla gr. 9.4.4a, 9.4.5.a og 9.4.7.a.)

9.3.1             Kosning skal vera bundin og leynileg ef um er að ræða fleiri framboð en kveðið er á um, annars skoðast frambjóðendur sjálfkjörnir.

9.4                Skyldur fastra nefnda:

9.4.1             Uppstillingar- og kjörnefnd

9.4.1a       Öll aðildarfélög BKR skili tilnefningu um fulltrúa í uppstillingar- og kjörnefnd á ársþingi.

9.4.1b       Nefndin skal skipuð 5-7 fulltrúum

9.4.1c       Skal starfa eins og kveðið er á í 8. grein í lögum þessum

9.4.1d       Skal sjá um kosningu embættismanna og í fastanefndir á ársþingi.

9.4.2             Skoðunarmenn reikninga

9.4.2a       Tveir (2) skoðunarmenn reikninga eru kosnir árlega á þingi BKR til eins árs í senn.

9.4.2b       Skulu yfirfara bókhald gjaldkera í lok fjárhagsárs og að beiðni stjórnar.

9.4.2c       Skulu leggja fram skriflega skýrslu og árita reikninga fyrir stjórn þegar skoðun er lokið.

9.4.3             Orlofsnefnd húsmæðra

9.4.3a       Orlofsnefnd starfar skv. lögum um orlof húsmæðra nr. 53/1972:

9.4.3b       „Í orlofsnefnd skulu vera þrjár konur og þrjár til vara, kosnar til þriggja ára í senn.“

9.4.4             Stjórn starfsmenntunarsjóðs

9.4.4.a      Í stjórn starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna skulu sitja formaður eða varaformaður BKR ásamt formanni fjáröflunarnefndar og einum meðstjórnanda sem kosinn er á ársþingi til þriggja ára í senn. (Sbr kosningu í fastanefndir).

9.4.5             Fjáröflunarnefnd starfsmenntunarsjóðs

9.3.5a       Í fjáröflunarnefnd starfsmenntunarsjóðs skulu sitja gjaldkeri BKR og 3-7 aðilar kosnir á ársþingi og kjósa þeir sér formann.

9.4.6             Skólastjórn Hússtjórnarskólans í Reykjavík

9.4.6a       Sjöunda grein (7.gr.) skipulagsskrár Hússtjórnarskólans í Reykjavík, sjálfseignarstofnunar, (HSSR), hljóðar svo:
„Stjórn skólans skal skipuð og endurnýjuð á eftirfarandii hátt: Skólastjórn, í umboði BKR og formaður BKR ráða skólameistara. Í stjórn skólans sitja fimm (5) konur sem kjörnar eru á ársþingi BKR til þriggja ára í senn. Endurkjósa má einu sinni. Árlega skulu 1–2 konur ganga úr stjórninni. Á fyrsta fundi eftir ársþing skiptir skólastjórn með sér verkum eftir þörfum samkvæmt (7.gr.) laga BKR um fastanefndir.““

9.4.7             Stjórn og húsnefnd Kvennaheimilisins Hallveigarstaða

9.4.7a       Formaður, gjaldkeri og ritari BKR eru sjálfkjörnir í stjórn Kvennaheimilisins Hallveigarstaða. Stjórn kýs þrjá varamenn úr sínum hópi (sbr. reglugerð Kvennaheimilisins Hallveigarstaða).

9.4.8             Stjórn boðar til fyrsta fundar nýskipaðra nefnda.

9.4.9             Formaður á seturétt í öllum nefndum, nema uppstilllingar- og kjörnefnd.

9.4.10           Á fyrsta fundi skipta nefndir með sér verkum og kjósa sér formann, ritara og aðra starfsmenn eftir þörfum.

9.4.11           Formaður sérhverrar nefndar skal skila stjórn BKR skýrslu fyrir ársþing ár hvert.

9.5                Sérstakar nefndir

9.5.1             Ef þörf krefur er stjórn BKR heimilt að skipa aðrar nefndir til þess að starfa með stjórninni að tilteknum málaflokkum og stefnumálum þess.

9.5.1a       Stjórn BKR semur starfslýsingar þeirra og skulu þær starfa í tiltekinn tíma eða þar til þær hafa lokið ætlunarverki sínu.

9.5.1b       Slíkar nefndir skulu gera grein fyrir störfum sínum og skila tillögum og/eða ályktunum til stjórnar BKR fyrir lok tilteknis starfstíma.

10. grein Upptaka nýrra aðildarfélaga

10.1              Æski félag inngöngu í BKR skal skrifleg umsókn ásamt lögum félagsins send stjórn BKR til samþykktar

10.2              Úrsögn úr BKR verður að hafa borist skriflega til stjórnar fyrir ársþing BKR.

VII. kafli

11. grein Breytingar

11.1.             Tillögur til breytinga á lögum BKR skulu hafa borist stjórn tveim mánuðum fyrir ársþing og kynnir formaður þær á stjórnarfundi. –

11.1.1           Tillögurnar skulu sendar aðildarfélögunum með dagskrá þingsins eigi síðar en mánuði fyrir ársþing

11.1.2           Þær skulu ræddar og bornar undir atkvæði á þinginu og þurfa samþykki 2/3 hluta viðstaddra fulltrúa.

11.1.3           Breytingar sem samþykktar eru á ársþingi öðlast þegar gildi.

12. grein Endurskoðun laga

12.1              Lög þessi skal endurskoða eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.

—————————————-

Breytingar á lögum og reglum BKR gerðar

  • Á ársþingi BKR 26. maí 2021
  • Á ársþingi BKR 9. mars 2019
  • Á ársþingi BKR 12. mars 2016.
  • Á ársþingi BKR 7. mars 2015
  • Á ársþingi BKR 2010
  • Á ársþingi BKR 28.október 2006