Á 97. þingi Bandalags kvenna í Reykjavík þann 9. mars 2013 var jafnréttisnefnd BKR stofnuð. Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík harma að enn skuli vera óútskýrður launamunur kynjanna. Samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélögum hefur launamunur aukist á liðnum árum. Bandalag kvenna í Reykjavík telur þetta vera óásættanlegt á árinu 2013 og krefst úrbóta.
Í jafnréttisnefnd sitja:
- Alda M. Magnúsdóttir, Kvenfélagi Árbæjarsóknar
- Helga Einarsdóttir, Kvenstúdentafélaginu
- Kristjana Sif Bjarnadóttir, Kvenfélagi Langholtssóknar
- Sigríður Hallgrímsdóttir, Hvöt, formaður jafnréttisnefndar