Kvenfélag Breiðholts var stofnað 21. október 1970 þegar byggð í neðra Breiðholti var að rísa. Hópur kvenna tók sig saman og stofnaði kvenfélagið til að þrýsta á um uppbyggingu samfélagslegrar þjónustu í hverfinu, s.s. skóla, almenningssamgöngur og kirkjustarf.
Kvenfélagið hefur í gegnum árin m.a. styrkt Breiðholtskirkju með ýmsum gjöfum sem og gefið framúrskarandi nemendum í 7. og 10. bekk Breiðholtsskóla bókagjafir. Árið 2012 gáfu kvenfélagskonur meðal annars sérdeild Fjölbrautarskólans í Breiðholti Ipad-tölvu að gjöf auk þess sem öll þrjú kvenfélögin í Breiðholti gáfu sameiginlega 4 stóla til blóðlækningadeildar Landspítalans sama ár.
Kvenfélag Breiðholts fundar mánaðarlega þriðja þriðjudag í mánuði í safnaðarheimili Breiðholtskirkju.
Hefur þú áhuga á að taka þátt? Hafðu samband við formann félagsins, Þórönnu Þórarinsdóttur í síma 568-1418/ 820-4749.