100. ársþing BKR haldið laugardaginn 12. mars

100. ársþing BKR verður haldið laugardaginn 12. mars 2015, á Grand hótel Reykjavík, í fundarsalnum Hvammi, kl. 10:00 f.h. Húsið opnar kl. 09:30.

Fundarboðið og dagskrárdrög hafa verið send formönnum aðildarfélaganna og nefnda BKR ásamt kjörbréfum. Samkv. 5. gr. í lögum bandalagsins, lið b), hefur hvert aðildarfélag heimild til að senda 3 fulltrúa með atkvæðisrétt á þingið, en áheyrnarfulltrúum er heimil seta á ársþingi BKR með málfrelsi og tillögurétti.

Skráningu á þingið skal senda á netfangið thorbjorgjo(hjá)kopavogur.is  fyrir 9. mars n.k.

Á þinginu verða afhentar viðurkenningar Bandalags kvenna í Reykjavík: Kona ársins, kvenfélag ársins og hvatningarviðurkenning BKR. 

Að fundi loknum snæðum við hádegisverð saman og flytja þá viðurkenningarhafar erindi um verkefni sín. Sjáumst sem flestar og fögnum góðu samstarfi kvenfélaganna innan BKR sem spannar brátt heila öld en BKR fagnar 100 ára starfsafmæli árið 2017!

Matseðill:

Bakaður léttsaltaður þorskhnakki á kartöflubeði með tómat, ólívum og hvítlauk Súkkulaðikaka með blönduðum ávöxtum og þeyttum rjóma

Í upphafi fundar verður boðið upp á ástríðudrykk með lífrænu grænmeti og ferskum ávöxtum sem veitir okkur gott orkuskot inn í daginn, og að sjálfsögðu kaffi og te.

Verð á mann er 4.960 kr.

Viðtal: Líflegt starf í Kvenfélagi Langholtssóknar

Helga Guðmundsdóttir og Jóhanna GísladóttirVið hittum formann og varaformann Kvenfélags Langholtssóknar, þær Helgu Guðmundsdóttur og Jóhönnu Gísladóttur, yfir góðum kaffibolla og áttum skemmtilegt spjall um starfsemi félagsins fyrir heimasíðu BKR. Mikill kraftur er í félaginu og rík áhersla lögð á að rækta tengsl við nærsamfélagið. Viðtalið má lesa hér.

Viðtalið er upptaktur fyrir afmælisárið okkar 2017 þegar við fögnum 100 ára afmæli BKR!