Samfélagssjóður Landsbankans styrkir Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Landsbankinn veitti í gær fimmtán milljónir króna í samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Starfsmenntunarsjóður ungra kvenna sem rekinn er af Bandalagi kvenna í Reykjavík hlaut styrk að fjárhæð 250 þúsund krónur.

Bandalag kvenna í Reykjavík þakkar kærlega fyrir framlagið.

Meðfylgjandi mynd er frá styrkafhendingunni en Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður BKR, tók við styrknum fyrir hönd félagsins.

Frá afhendingu styrkja Samfélagssjóðs landsbankans

Veittir voru 34 styrkir, þrír að upphæð 1 milljón króna hver, sautján að fjárhæð 500 þúsund krónur og fjórtán að fjárhæð 250 þúsund krónur. 

Nánari upplýsingar um úthlutun samfélagsstyrkja úr Samfélagssjóði Landsbankans árið 2013 má finna hér.