Í lögum BKR segir svo í 5. gr.
5. grein: Ársþing
a) Ársþingið fer með æðsta ákvörðunarvald BKR. Það skal haldið fyrir lok mars ár hvert. Ársþing skal boða bréflega með mánaðar fyrirvara ásamt dagskrá.
Þar sem núgildandi sóttvarnir gilda til 17. febrúar nk. er rétt að boða til ársþings skv. lögum BKR fyrir lok mars, þ.e. laugardaginn 27. mars. Ef ekki verður hægt að halda ársþingið þennan dag vegna fjöldatakmarkana, verður beiðni send út tímanlega um frestun, alla vega fram í maí. Dagskrá þingsins er hefðbundin og verður send út tímanlega fyrir þingið.