Aðildarfélög

Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík eru 16 talsins og starfa á breiðum grunni að félags-, líknar- og mannúðarmálum.

Smelltu á tengilinn til að sjá nánari upplýsingar um aðildarfélögin, skipulag starfsemi þeirra og hvernig þú getur haft samband:

Verkefni og viðfangsefni kvenfélaganna í Reykjavík

Kvenfélögin í Reykjavík starfa flest í tengslum við ákveðna málaflokka og/eða ákveðna borgarhluta og eru þannig í einstöku sambandi við nærumhverfi sitt og samfélag. Þannig þekkja þau vel hvar þörf er fyrir aðstoð hverju sinni og hvað má bæta í samfélagi nútímans.

Aðildarfélögin sinna margvíslegum verkefnum og er heildarupphæð veittra styrkja áætluð í kringum 154 milljónir árið 2013.

Meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki eru ýmsar stofnanir innan heilbrigðiskerfisins þar sem börnum er sinnt (m.a. Barnaspítali Hringsins og BUGL), Dyngjan áfangaheimili fyrir konur og átröskunarteymi á LSH, Konukot, Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins fyrir þróun og prófanir á snjallsímaforriti (appi) í leikjaformi sem er ætlað að hjálpa ungu fólki að bæta heilsu sína með áherslu á mataræði, hreyfingu og geðrækt í samstarfi við Heilsuskólann, Thorvaldsenssjóðurinn til styrktar sumardvalar fyrir sykursjúk börn og unglinga og rannsókna á málefnum þeim viðkomandi, starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal, söfnun fyrir línuhraðal, barnastarf í kirkjum, Rannsóknarstofa í krabbameinsfræðum, uppbygging félagsmiðstöðvar við Austurbæjarskóla og fleira.

Stærsti styrkurinn sem veittur var á árinu var frá Kvenfélaginu Hringnum að upphæð 110 milljónir í tilefni 110 ára afmælis Hringsins. Alls námu styrkveitingar Hringsins á árinu 2013 um 148 milljónum króna.
Fjáröflunarleiðir aðildarfélaganna eru margvíslegar, þar má nefna útimarkaði, sölu í verslunum (Thorvaldsensfélagið rekur Thorvaldsensbasarinn í Austurstræti og Hvítabandið verslun í Furugrund), kaffi- og kökusölu, sölu á prjónavörum, happdrætti og bingó svo dæmi séu nefnd.

Einnig gefa nokkur kvenfélög hvatningarverðlaun til framúrskarandi nemenda í sínum hverfisskólum.

 

Nýlegar færslur

Fréttir frá formanni BKR

Árið 2024 var ánægjulegt og gleðiríkt fyrir Bandalag kvenna í Reykjavík. Stjórnin fundaði með reglubundnum hætti ásamt því að haldnir voru tveir formannaráðsfundir á árinu. Húsfundir með öðrum eigendum Hallveigarstaða voru einnig á sínum stað.

Ársþingið var haldið í kvennaheimilinu Hallveigarstöðum sem við erum mjög stoltar af. Þingið var vel sótt. Þóranna Þórarinsdóttir ritari BKR hélt fyrirlestur um jákvæða sálfræði og ung söngkona Emma Dís Tómasdóttir kom og söng fyrir okkur. Ásdís húsmóðir Hallveigarstaða töfraði svo fram veitingarnar eins og henni einni er lagið.

Árið 2024 var Ásdís valin kona ársins hjá BKR fyrir störf í þágu kvenfélaganna og Marta María skólameistari Hússtjórnarskólans fékk hvatningarverðlaun BKR fyrir störf í þágu skólans.

Á árinu var tekið viðtal við formann BKR í Morgunblaðinu. Einnig lánaði BKR leikmuni í þáttunum um Frú Vigdísi.

Afmælis fundurinn okkar var á sínum stað með veitingum frá Ásdísi. Vilborg Þ.K.Bergman formaður fór yfir sögu BKR og Rannveig Jóhannsdóttir kom og sagði okkur frá því hvernig var að vera kvenstjórnandi á Indlandi.

Fulltrúar úr stjórn BKR þáðu boð Færeysku sendiskrifstofunnar á Kjarvalsstaði í tilefni Fánadags Færeyinga. Bandalag kvenna í Reykjavík tók þátt í minningarathöfn um Ólafíu Jóhannsdóttur þar sem Vilborg formaður hélt m.a. tölu um Ólafíu.

17. júní var svo opið hús í Hússtjórnarskólanum þar sem fulltrúar BKR aðstoðuðu á viðburðinum. Formanni BKR ásamt stjórnarkonum Hússtjórnarskólans var boðið á ýmsa viðburði skólans. En við í BKR erum mjög stoltar af því starfi sem unnið er í skólanum og frábærum skólameistara skólans.

Við hjá BKR tókum svo þátt í viðburði á Kynjaþingi ásamt Kvenréttindafélaginu og Kvenfélagasambandi Íslands. Bandalag kvenna í Reykjavík var aðili að kvennafrídeginum 2024 líkt og árið 2023 og er einnig aðili að Kvennaárinu 2025. Formaður BKR er í stjórn og framkvæmdastjórn fyrir hönd BKR. Við hjá BKR hvetjum öll okkar aðildarfélög til að tileinka árið konum og halda viðburði tengda Kvennaárinu 2025.

Í nóvember var svo fræðslufundur haldinn í formi Pub quiz og voru spurningarnar úr sögu kvennabaráttunnar.

Jólafundurinn okkar var svo í desember með hefðbundnu sniði. Ásdís sá um veitingar, Dagbjört Teodórsdóttir flutti hugvekju, Þóranna Þórarinsdóttir las jólasögu og Birta Birgisdóttir sögn nokkur lög. Happdrætti starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna var á sínum stað. Mörg flott fyrirtæki sáu sér fært að styrkja okkur að þessu sinni og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir. Í ár úthlutuðum við styrkjum í Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna líkt og við höfum gert undanfarin ár.

Við í stjórn BKR horfum stoltar til starfa okkar á árinu 2024 og hlökkum til þess sem framundan er á árinu 2025. En þess má geta að stjórnarstarfið er allt unnið í sjálfboðavinnu.

Kær kveðja

Vilborg Þ.K.Bergman formaður BKR

  1. Jólafundur BKR verður haldinn á Hallveigarstöðum laugardaginn 7. desember nk., kl: 14:00 til 17:00. Slökkt á athugasemdum við Jólafundur BKR verður haldinn á Hallveigarstöðum laugardaginn 7. desember nk., kl: 14:00 til 17:00.
  2. Slökkt á athugasemdum við
  3. Frá ársþingi BKR 5. mars 2022 Slökkt á athugasemdum við Frá ársþingi BKR 5. mars 2022
  4. Gleðilegt nýtt ár Slökkt á athugasemdum við Gleðilegt nýtt ár
  5. Jólafundi aflýst og boðað til nýársgleði 19. janúar 2022 Slökkt á athugasemdum við Jólafundi aflýst og boðað til nýársgleði 19. janúar 2022
  6. Jólafundur BKR 18. nóvember 2021 Slökkt á athugasemdum við Jólafundur BKR 18. nóvember 2021
  7. Úthlutun Starfsmenntunarsjóðs 2021 Slökkt á athugasemdum við Úthlutun Starfsmenntunarsjóðs 2021
  8. Umsókn í Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna Slökkt á athugasemdum við Umsókn í Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna
  9. Viðurkenningar á 105. ársþingi BKR 26. maí 2021 Slökkt á athugasemdum við Viðurkenningar á 105. ársþingi BKR 26. maí 2021
  10. 105. ársþing BKR 26. maí 2021 Slökkt á athugasemdum við 105. ársþing BKR 26. maí 2021
  11. Framkvæmdastýra kvödd Slökkt á athugasemdum við Framkvæmdastýra kvödd
  12. Kvennasögusafni afhent gögn Hallveigarstaða Slökkt á athugasemdum við Kvennasögusafni afhent gögn Hallveigarstaða
  13. Gleðilegt sumar Slökkt á athugasemdum við Gleðilegt sumar
  14. Ársþing BKR 27. mars 2021 Slökkt á athugasemdum við Ársþing BKR 27. mars 2021