Um BKR

Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað 30. maí árið 1917. Í Bandalaginu eru nú 16 aðildarfélög. Aðildarfélögin starfa starfa á breiðum grunni að félags-, líknar- og mannúðarmálum, sjá nánar um aðildarfélögin. Bandalag kvenna í Reykjavík eru sjálfstæð samtök og nýtur ekki opinberra fjárframlaga.

Markmið BKR er að efla kynningu og samstarf aðildarfélaganna, stuðla að jafnræði til náms óháð efnahagslegri og félagslegri stöðu, vinna að velferðar- og fjölskyldumálum, og standa fyrir hverskonar menningar- og fræðslustarfsemi. Aðild að Bandalaginu hafa kvenfélög í Reykjavík og félög karla og kvenna sem starfa að markmiðum þess. Sjá nánar stefnuskrá BKR, sem samþykkt var á 98. þingi BKR þann 8. mars 2014.

Bandalag kvenna í Reykjavík hefur aðstöðu sína á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og er einn þriggja eigenda hússins, ásamt Kvenréttindafélagi Íslands og Kvenfélagasambandi Íslands. Félögin opnuðu Hallveigarstaði árið 2013 fyrir starf grasrótarsamtaka og annarra félagasamtaka sem starfa að jafnréttismálum. Markmið Kvennaheimilisins er að ýta undir menningu og starfsemi kvenna.

BKR stofnaði starfsmenntunarsjóð ungra kvenna þann 18. mars 1995. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Sjá nánar um starfsmenntunarsjóðinn.

Stefnumál BKR eru eftirfarandi:

Afmælisrit 90 ára afmæli BKR

Afmælisrit BKR sem gefið var út í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar um sögu BKR og starfsemi.