19. júní á Hallveigarstöðum

Félög kvenna á Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin á hátíðarfund miðvikudaginn 19. júní kl. 17. Fundurinn er haldinn í samkomusal Hallveigarstaða að Túngötu 14.

Gestur fundarins í ár er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, nýskipaður skrifstofustjóri jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu, fyrrverandi borgarstjóri og alþingismaður. Steinunn spjallar við gesti um jafnréttismál á Íslandi.

Léttar kaffiveitingar eru í boði Hallveigarstaða.

Fögnum saman 104 árs afmæli kosningaréttar kvenna, miðvikudaginn 19. júní 2019!

Umsókn um styrk í Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2019-2020. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar.

Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu bandalagsins, www.bkr.is.

Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í Reykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir‟ eða í tölvupósti á bandalagkvennarvk@gmail.com.

Umsóknarfrestur er til 19. júní.