Ókeypis vinnustofa um sjálfboðastörf og tengslanet – samstarfsverkefni BKR, Festu – Samfélagsábyrgð fyrirtækja og Dale Carnegie

Tengslanet og sjálboðastörfBandalag kvenna í Reykjavík stendur fyrir vinnustofunni “Sjálfboðastarf og tengslanet” föstudaginn 4. apríl kl. 13-15 í samstarfi við Dale Carnegie og Festu – Samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Að taka þátt í sjálfboðastarfi veitir einstaklingum tækifæri til að vaxa og þroska hæfileika sína. Það opnar líka á tækifæri til að kynnast áhugaverðu fólki auk þess að byggja upp tengsl. Sjálfboðastarf er beggja hagur. Það er gefur fólki meiri lífsfyllingu að leggja sitt að mörkum en jafnframt gefur það möguleika á að stærra tengslaneti.

Með vinnustofunni nærð þú fram sama ávinningi og með annars konar aðgerðum til að stækka tengslanetið og færð auk þess aukna fullnægju af því að vita að þú er að gefa af tíma þínum og orku í þágu góðs málefnis.

Skráðu þig núna og láttu til þín taka!

Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu – Samfélagsábyrgð fyrirtækja

Hvenær: Föstudaginn 4. apríl kl. 13.00-15.00
Hvar: Ármúla 11, 3. hæð
Fyrir hverja: Þá sem vilja stækka tengslanet sitt með störfum í þágu samfélagsins.
Stjórnendur vinnustofunar: Ketill B. Magnússon, framkvæmdarstjóri Festu og Halldóra Proppé, Dale Carnegie þjálfari.
Verð: Ókeypis

Nánar um viðburðinn og viðtal við formann BKR, framkvæmdastjóra Festu og formann Styrktarfélags krabbameinsveikra barna.

 

 

98. þing BKR, ný stefnuskrá og afhending viðurkenninga

Viðurkenningarhafar 2014 og formaður BKR98. þing Bandalags kvenna í Reykjavík var haldið 8. mars 2014. Á þinginu var farið í gegnum venjuleg aðalfundarstörf. Upplýsingar um breytingar á stjórn og nefndum verða birtar síðar.

Á fundinum var samþykkt ný stefnuskrá fyrir Bandalag kvenna í Reykjavík sem byggir á lögum og reglum BKR, sögu félagsins og þeirri stefnumótun sem hefur verið unnin að undanförnu. Í stefnuskránni er leitast við að skilgreina nánar áherslusvið bandalagsins og sameiginlega framtíðarsýn.

Stefnuskrána má nálgast hér: Stefnuskrá BKR

Nýtt félag,POWERtalk á Íslandi, gekk til liðs við Bandalag kvenna í Reykjavík við mikinn fögnuð og eru aðildarfélög BKR nú sextán talsins. Markmið samtakanna er að gefa einstaklingum hvar sem er í heiminum tækifæri til sjálfsþroska með markvissri þjálfun í tjáskiptum og stjórnun.

Jafnframt afhenti BKR í fyrsta sinn viðurkenningar bandalagsins til aðila sem starfa að áherslusviðum og markmiðum félagsins. BKR telur mikilvægt að vekja athygli á því góða starfi sem unnið er á öllum sviðum samfélagsins.

Viðurkenninguna KONA ÁRSINS 2014 hlaut Herdísi Storgaard fyrir áratuga langa baráttu á sviði slysavarna, og þá sérstaklega barna. Herdís er framkvæmdastjóri Slysavarnahússins og frumkvöðull í slysavörnum barna. Einnig stýrir hún tilraunaverkefni um slysavarnir aldraðra fyrir Reykjavíkurborg.

Kvenfélagið Hringurinn hlaut viðurkenninguna KVENFÉLAG ÁRSINS 2014 fyrir störf í þágu líknar- og mannúðarmála og uppbyggingu Barnaspítala Hringsins. Félagið fagnaði 110 ára afmæli sínu á árinu og veitti af því tilefni Barnaspítala Hringsins 110 milljón króna gjöf sem gerir spítalanum kleift að vera meðal þeirra fremstu í heiminum. Árið 2012 fékk Barnaspítali Hringsins 70 milljón króna gjöf frá kvenfélaginu í tilefni af 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðs. Formaður Hringsins, Valgerður Einarsdóttir, tók við viðurkenningunni fyrir hönd kvenfélagsins. Hér má sjá erindi Valgerðar á þinginu: Ávarp Valgerðar Einarsdóttir, formanns Hringsins

HVATNINGARVIÐURKENNINGU BKR 2014 hlaut veftímaritið kritin.is fyrir brautryðjandi starf í umræðu um skólamál. Veftímaritið Krítin var stofnað í maí 2012. Ritstjórar og hugmyndasmiðirnir veftímaritsins eru Edda Kjartansdóttir og Nanna Kristín Christiansen sem tóku við viðurkenningunni á fundinum. Markmið Krítarinnar er að auka faglega umræðu um málefni skóla og auka virðingu fyrir því starfi sem þar fer fram. Hér má sjá ávarp Eddu og Nönnu á þinginu: Ávarp Eddu og Nönnu frá kritin.is

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á þinginu:

Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík (BKR) skora á stjórnvöld að standa vörð um menntakerfið og og tryggja samfellu í skólastarfi. BKR hvetur til þess að á tímum niðurskurðar sé menntun sett framarlega í forgangsröð og haldi sínum sessi sem ein af grunnstoðum samfélagsins. Nemendur og kennarar þarfnast þess að vinnan sem fram fer í skólum sé metin að verðleikum.

 

Til velferðarráðuneytisins, velferðarnefndar Alþingis og formanna stjórnmálaflokka:

Bandalag kvenna í Reykjavík (BKR) mótmælir þeim mikla niðurskurði sem hefur átt sér stað á grunnheilbrigðisþjónustu. Niðurskurðurinn endurspeglast m.a. í skerðingu á þjónustu í mæðravernd og við fyrirbura, svo og á þjónustu í heilsugæslu , t.d. brjóstaráðgjöf, og slysavörnum barna. Einnig vekur BKR athygli á þeim aðstæðum sem skapast hafa á landsbyggðinni í þjónustu við verðandi mæður og börn.

Stjórn BKR þakkar fyrir góðan fund og við hlökkum til samstarfsins á nýju starfsári!