Vekjum athygli á nýrri upplýsingasíðu hér á bkr.is um nýjasta aðildarfélag Bandalags kvenna í Reykjavík, POWERtalk International á Íslandi sem gekk til liðs við BKR fyrr á þessu ári.
Sjá nánar um þetta öfluga félag hér.
Vekjum athygli á nýrri upplýsingasíðu hér á bkr.is um nýjasta aðildarfélag Bandalags kvenna í Reykjavík, POWERtalk International á Íslandi sem gekk til liðs við BKR fyrr á þessu ári.
Sjá nánar um þetta öfluga félag hér.
Verkefnin þurfa að tengjast megintilgangi nefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna:
· að minnast afmælisins
· að auka jafnréttis- og lýðræðisvitund þjóðarinnar
· að blása til nýrrar sóknar í jafnréttis- og mannréttindamálum
Við það skal miðað að styrkir úr sjóðnum verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög við verkefnið eða draga úr stuðningi annarra við þau. Úthlutanir verða í tvennu lagi.
Opnað verður fyrir umsóknir á þessu ári 24. október n.k. og þurfa þær að hafa borist fyrir 15. nóvember til að hljóta afgreiðslu. Umsóknir um styrki á næsta ári verða auglýstar síðar og sérstaklega.
Umsóknareyðublöð verða rafræn á vefsíðu afmælis-nefndarinnar, www.kosningarettur100ara.is. Vefsíðan verður opnuð 24. október.
Frekari upplýsingar veitir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri nefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, sími: 5630100, póstfang: arj@kosningarettur100ara.is
Þann 28. ágúst sl. voru afhentir 11 styrkir úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna að heildarupphæð rúmlega 1,2 milljónir króna.
Tilgangur sjóðsins hefur frá upphafi verið að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til þess að afla sér aukinnar menntunar. Aukin samkeppni í atvinnulífinu kallar á auknar menntunarkröfur og hefur Bandalag kvenna í Reykjavík reynt að styðja við bakið á ungum konum sem hafa hug á að skapa sér og fjölskyldu sinni betri framtíð og styrkja stöðu sína á atvinnumarkaði.
Á sautján starfsárum hefur sjóðurinn úthlutað 130 styrkjum að fjárhæð samtals 14,7 milljónir króna. Starfandi er fjáröflunarnefnd Starfsmenntunarsjóðsins, einnig gefa aðildarfélög BKR til sjóðsins en mestu munar um velvild og styrki fyrirtækja til sjóðsins, m.a. frá Sorpu og Góða hirðinum.