98. þing BKR á alþjóðadegi kvenna, 8. mars 2014

98. þing BKR verður haldið á alþjóðadegi kvenna, laugardaginn 8. mars 2014, að Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, kl. 10:00 f.h. Húsið opnar kl. 09:30.

Fundarboðið og dagskrárdrög hafa verið póstlögð til formanna aðildarfélaganna ásamt kjörbréfum sem félögin þurfa að fylla út og senda til skrifstofu BKR fyrir 4. mars n.k. Samkv. 5. gr. í lögum bandalagsins, lið b), hefur hvert aðildarfélag heimild til að senda 3 fulltrúa með atkvæðisrétt á þingið, en áheyrnarfulltrúum er heimil seta á ársþingi BKR með málfrelsi og tillögurétti.

Á þinginu verða afhentar viðurkenningar Bandalags kvenna í Reykjavík: Kona ársins, kvenfélag ársins og hvatningarverðlaun BKR. 

Að fundi loknum snæðum við hádegisverð saman til heiðurs viðurkenningarhöfum og fögnum starfsárunum 98!

Veitingar:
Kaffi, heilsuskot og ferskir niðurskornir ávextir við komu
Hádegisverður:
Kjúklingabringa með svepparisotto og kryddjurtasalati
Kaffi og sætindi eftir mat

Stjórn BKR