Bandalag kvenna í Reykjavík styrkir meistaranema

Margrét Gyða Pétursdóttir lektor, Arnhildur Hálfdánardóttir, meistaranemi í blaða- og fréttamennsku, og Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður Bandalags kvenna í ReykjavíkArnhildur Hálfdánardóttir, meistaranemi í blaða- og fréttamennsku, hlaut á dögunum styrk að upphæð kr. 300.000 til að skrifa meistararitgerð sína um birtingarmyndir kvenna í íslenskum fjölmiðlum.

Styrkinn veitir Bandalag kvenna í Reykjavík í samstarfi við Stjórnmálafræðideild og námsbraut í blaða- og fréttamennsku við Félags- og mannvísindadeild HÍ.

Í ritgerðinni hyggst Arnhildur beina sjónum sínum að þeim fréttum sem fyrstar eru í fréttatímum ljósvakamiðla eða á forsíðum dagblaða og eru jafnan taldar mikilvægastar. Valið á þessum fréttum er þó ekki algerlega hlutlægt. Á bak við það eru flókin ferli sem ýmsir þættir geta haft áhrif á og mun Arnhildur leitast við að varpa ljósi á hvaða áhrif kyngervi og staða kynjanna í fjölmiðlaheiminum hefur á þetta ferli.

Leiðbeinandi Arnhildar er Margrét Gyða Pétursdóttir, lektor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild.

Frétt á heimasíðu Háskóla Íslands

Jólafundur BKR og fjáröflun fyrir starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Jólafundur Bandalags kvenna í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 21. nóvember kl. 19:30 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Húsið opnar með léttum veitingum / jólaglöggi kl. 19:00.

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp formanns BKR
  • Sigrún Pálsdóttir les upp úr nýútkominn bók sinni, Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga
  • Dagmar Sigurðardóttir, formaður Hvítabandsins, afhentir gjöf mætrar Hvítabandskonu, Ragnhildar Einarsdóttur, sem safnaðist í tilefni 80 ára afmælis hennar í haust
  • Happdrætti til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna

Veitingar: Heitt súkkulaði og meðlæti að hætti “Ásdísar”.

Sigrún Pálsdóttir verður jafnframt með bók sína til sölu á sérstöku tilboðsverði fyrir gesti fundarins.

Við hlökkum til að sjá ykkur á jólafundinum og eiga ánægjulega kvöldstund saman – allir velkomnir!

Stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík

Fyrirtæki sem gáfu vinninga fyrir happdrættið til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna.