Jólafundur BKR og fjáröflun fyrir starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Jólafundur Bandalags kvenna í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 21. nóvember kl. 19:30 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Húsið opnar með léttum veitingum / jólaglöggi kl. 19:00.

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp formanns BKR
  • Sigrún Pálsdóttir les upp úr nýútkominn bók sinni, Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga
  • Dagmar Sigurðardóttir, formaður Hvítabandsins, afhentir gjöf mætrar Hvítabandskonu, Ragnhildar Einarsdóttur, sem safnaðist í tilefni 80 ára afmælis hennar í haust
  • Happdrætti til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna

Veitingar: Heitt súkkulaði og meðlæti að hætti “Ásdísar”.

Sigrún Pálsdóttir verður jafnframt með bók sína til sölu á sérstöku tilboðsverði fyrir gesti fundarins.

Við hlökkum til að sjá ykkur á jólafundinum og eiga ánægjulega kvöldstund saman – allir velkomnir!

Stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík

Fyrirtæki sem gáfu vinninga fyrir happdrættið til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna.