Viðtal: Líflegt starf í Kvenfélagi Langholtssóknar

Helga Guðmundsdóttir og Jóhanna GísladóttirVið hittum formann og varaformann Kvenfélags Langholtssóknar, þær Helgu Guðmundsdóttur og Jóhönnu Gísladóttur, yfir góðum kaffibolla og áttum skemmtilegt spjall um starfsemi félagsins fyrir heimasíðu BKR. Mikill kraftur er í félaginu og rík áhersla lögð á að rækta tengsl við nærsamfélagið. Viðtalið má lesa hér.

Viðtalið er upptaktur fyrir afmælisárið okkar 2017 þegar við fögnum 100 ára afmæli BKR!

Kvenfélag Bústaðasóknar styrkir Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Formaður Kvenfélags Bústaðasóknar, Hólmfríður Ólafsdóttir, afhenti í dag formanni Bandalags kvenna í Reykjavík, Ingibjörgu Rafnar Pétursdóttur, styrk kvenfélagsins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna upp á 100 þúsund krónur.

Bandalag kvenna í Reykjavík færir Kvenfélagi Bústaðasóknar bestu þakkir fyrir styrkinn til sjóðsins sem í ár fagnar 20 ára starfsafmæli. Frá upphafi hefur verið úthlutað úr sjóðnum styrkjum að upphæð tæplega 16 milljóna króna til um 140 ungra kvenna sem ekki eiga annan kost á námslánum.

Hólmfríður Ólafsdóttir, formaður Kvenfélags Bústaðakirkju afhentir Ingibjörgu Rafnar Pétursdóttur, formanni BKR styrk kvenfélagsins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna

Hólmfríður Ólafsdóttir, formaður Kvenfélags Bústaðakirkju afhentir Ingibjörgu Rafnar Pétursdóttur, formanni BKR styrk kvenfélagsins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna

 

Thorvaldsensfélagið styrkir Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, afhenti í dag styrk félagsins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna að upphæð 500.000 kr. Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður BKR, veitti styrknum viðtöku fyrir hönd stjórnar Starfsmenntunarsjóðsins.

Afhending Thorvaldsens

Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins ásamt formanni BKR, Ingibjörgu Rafnar Pétursdóttur.

BKR stofnaði starfsmenntunarsjóð ungra kvenna þann 18. mars 1995. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar og styrkja þannig stöðu sína á atvinnumarkaði. Einkum eru þetta ungar einstæðar konur með börn, sem einhverra hluta vegna hafa þurft að hætta námi á sínum tíma.

Thorvaldsensfélagið var stofnað 19. nóvember árið 1875 og heldur úti öflugri starfsemi. Félagið rekur Thorvaldsensbasarinn í Austurstrætinu og hefur nýlega veitti styrki til þróunar á heilsueflandi snjallsímaforriti (appi) í leikjaformi sem er ætlað að hjálpa ungu fólki að bæta heilsu sína með áherslu á mataræði, hreyfingu og geðrækt, Thorvaldsenskonur færðu hjúkrunarheimilinu Mörk Power laser tæki sem notað verður í sjúkraþjálfun Markar. Þær hafa einnig styrkt rausnarlega starfsemi sumarbúðanna í Reykjadal og færðu hjúkrunarheimilinu Grund æfingabekk fyrir sjúkraþjálfun heimilisins. Nánari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þeirra, thorvaldsens.is

Auglýst eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna, 2014-2015

Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2014-2015.

Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum í Reykjavík, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar.

Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast hér.

Einnig má nálgast umsóknareyðublöð í versluninni Thorvaldsensbasarinn, Austurstræti 4, alla virka daga milli kl. 14:00 og 18:00.

Fyrirspurnir og upplýsingar má senda á netfang bandalagsins: bandalagkvennarvk@gmail.com

Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í Reykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir‟. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi.

Viðtal við formann BKR hjá Sirrý á sunnudagsmorgni, Rás 2

Sirrý Arnardóttir fjallaði um jafnréttismál í þætti sínum í dag, 27. október, í tilefni þess að jafnréttisvikan hefst í dag. Af því tilefni bauð hún formanni BKR, Ingibjörgu Rafnar Pétursdóttur, til sín í skemmtilegt spjall um Bandalag kvenna í Reykjavík, starfsemina, verkefnin og framtíðarsýnina.

Viðtalið má nálgast hér: Sirrý á sunnudagsmorgni, 27. október 2013