Thorvaldsensfélagið styrkir Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, afhenti í dag styrk félagsins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna að upphæð 500.000 kr. Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður BKR, veitti styrknum viðtöku fyrir hönd stjórnar Starfsmenntunarsjóðsins.

Afhending Thorvaldsens

Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins ásamt formanni BKR, Ingibjörgu Rafnar Pétursdóttur.

BKR stofnaði starfsmenntunarsjóð ungra kvenna þann 18. mars 1995. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar og styrkja þannig stöðu sína á atvinnumarkaði. Einkum eru þetta ungar einstæðar konur með börn, sem einhverra hluta vegna hafa þurft að hætta námi á sínum tíma.

Thorvaldsensfélagið var stofnað 19. nóvember árið 1875 og heldur úti öflugri starfsemi. Félagið rekur Thorvaldsensbasarinn í Austurstrætinu og hefur nýlega veitti styrki til þróunar á heilsueflandi snjallsímaforriti (appi) í leikjaformi sem er ætlað að hjálpa ungu fólki að bæta heilsu sína með áherslu á mataræði, hreyfingu og geðrækt, Thorvaldsenskonur færðu hjúkrunarheimilinu Mörk Power laser tæki sem notað verður í sjúkraþjálfun Markar. Þær hafa einnig styrkt rausnarlega starfsemi sumarbúðanna í Reykjadal og færðu hjúkrunarheimilinu Grund æfingabekk fyrir sjúkraþjálfun heimilisins. Nánari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þeirra, thorvaldsens.is

Auglýst eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna, 2014-2015

Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2014-2015.

Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum í Reykjavík, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar.

Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast hér.

Einnig má nálgast umsóknareyðublöð í versluninni Thorvaldsensbasarinn, Austurstræti 4, alla virka daga milli kl. 14:00 og 18:00.

Fyrirspurnir og upplýsingar má senda á netfang bandalagsins: bandalagkvennarvk@gmail.com

Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í Reykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir‟. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi.

Umfjöllun Fréttatímans um ársskýrslu BKR fyrir árið 2012

Hér má nálgast umfjöllun Fréttatímans í helgarblaðinu 28-30. júní um ársskýrslu BKR fyrir árið 2012:

Söfnuðu 145 milljónum á síðasta ári

27.06 2013 | Dægurmál

Söfnuðu 145 milljónum á síðasta ári

Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Ingibjörg Birna Kjartansdóttir stjórna Bingói hjá kvenfélaginu Silfri.

Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík söfnuðu um 145 milljónum til ýmissa góðgerðarmálefna á síðasta ári, að því er kemur fram í ársskýrslu bandalagsins. Hæstu upphæðinni safnaði Hringurinn eða 135 milljónum. Barnaspítali Hringsins fékk 70 milljónir af þeirri upphæð í tilefni af 10 ára afmæli sínu og 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðsins. Hringurinn styrkti einnig ýmsar aðrar heilbrigðisstofnanir svo sem skurðstofu Landspítalans í Fossvogi, Háls- nef og eyrnadeild barna og Meðgöngu og sængurkvennadeild Landspítalans.

Önnur aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík styrktu ýmis málefni á árinu og má þar nefna sérdeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir fatlaða nemendur sem hlaut spjaldtölvu að gjöf frá kvenfélögum hverfisins. Kvenfélag Hallgrímskirkju veitti ungri stúlku í Kenýa styrk fyrir gervihandlegg auk þess sem Dyngjan, áfangaheimili fyrir konur, og Átröskunarteymi Landspítalans fengu styrki frá Hvítabandinu. Thorvaldsenssjóðurinn styrkti sykursjúk börn og unglinga til sumardvalar og Kvenfélagið Silfur styrkti Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík eru fimmtán talsins og beita margvíslegum fjáröflunarleiðum, svo sem útimörkuðum, rekstri verslana, eins og Thorvaldsensbasarsins í Austurstræti og verslunar Hvítabandsins í Furugrund. Félögin halda happdrætti og bingó, ásamt því að selja kaffi, kökur og prjónavörur. Kvenfélagið Silfur, sem er yngsta félagið, hefur meðal annars haldið galakvöld og fatasölur í Kolaportinu í sinni fjáröflun.

Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is

Vision Media, upplýsingaveita um málefni innflytjenda á Íslandi, fjallar um Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Frétt á ensku um Styrktarsjóð ungra kvenna frá Vision Media, upplýsingaveitu um málefni innflytjenda á Íslandi

Meðfylgjandi er frétt um auglýsingu Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna sem birt var á heimasíðu Vision Media, upplýsingaveitu um málefni innflytjenda á Íslandi.

_______________________________________________________________________

Bandalag kvenna í Reykjavík ─  The Federation of Women’s Societies in Reykjavik (FWSR) is now accepting applications for the women‘s educational fund. Its purpose  is to  encourage and support women in Reykjavík, who do not qualify for student loans, to continue their education.

The fund, which was established in 1995, has so far awarded 109 individuals with grants totaling  more than 12 million ISK. The majority of applicants are single mothers who left school for different reasons. Each year roughly 20-30 applications are submitted. This year, the Federation is focusing on raising awareness on the existing gender pay gap and ways to minimise it.

Click here to access the rules and application form for academic year 2013-2014.

It is also possible to  pick up an application form in Thorvaldsensbasarinn on Austurstræti 4 on weekdays between 14:00 to 18:00.

Applications should be sent to The Federation of Women’s Societies in Reykjavik, Túngata 14, 101 Reykjavik, marked “Námsstyrkir  before June 19.

Any inquiries should be addressed to bandalagkvennarvk@gmail.com.

Click here to visit FSWR website.

Ania Wozniczka