2014: Heilbrigði og velferð kvenna í nútímasamfélagi
Ályktun 98. þings BKR: Bandalag kvenna í Reykjavík (BKR) mótmælir þeim mikla niðurskurði sem hefur átt sér stað á grunnheilbrigðisþjónustu. Niðurskurðurinn endurspeglast m.a. í skerðingu á þjónustu í mæðravernd og við fyrirbura, svo og á þjónustu í heilsugæslu , t.d. brjóstaráðgjöf, og slysavörnum barna. Einnig vekur BKR athygli á þeim aðstæðum sem skapast hafa á landsbyggðinni í þjónustu við verðandi mæður og börn.
2013: Launajafnrétti
Ályktun 97. þings BKR: Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík harma að enn skuli vera óútskýrður launamunur kynjanna. Samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélögum hefur launamunur aukist á liðnum árum. Bandalag kvenna í Reykjavík telur þetta vera óásættanlegt á árinu 2013 og krefst úrbóta.