Jólafundur BKR verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember í sérstökum hátíðarbúningi í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og 20 ára starfsafmæli Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna.
Fundurinn er haldinn á Hallveigarstöðum (Túngötu 14) og hefst kl. 19.30. Húsið opnar kl. 19.
Við fáum til okkar góða gesti, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsti kvenpresturinn á Íslandi, flytur erindi og Andrea Björk Andrésdóttir, frá Reconesse Database mun kynna verkefni sitt um konur í sögunni. Katrín Þorsteinsdóttir, formaður fjáröflunarnefndar Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna, mun fjalla um sjóðinn og starfsemi hans í tilefni af 20 ára starfsafmælinu. Þá höfum við boðið Kvenfélagi Laugarnessóknar og Delta Kappa Gamma að taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur.
Í lok kvölds verður svo happdrætti til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna þar sem margir spennandi vinningar eru í boði!
Veitingar kvöldsins verða “að hætti Ásdísar”!
Sjá einnig Facebook-síðu BKR.
Vonumst til þess að sjá ykkur sem flest!