Ályktanir 97. þings BKR

Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík harma að enn skuli vera óútskýrður launamunur kynjanna. Samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélögum hefur launamunur aukist á liðnum árum. Bandalag kvenna í Reykjavík telur þetta vera óásættanlegt á árinu 2013 og krefst úrbóta.

Samþykkt á þingi Bandalags kvenna í Reykjavík laugardaginn 9. mars 2013.

Ályktun þessi var send til allra fjölmiðla / dagblaða.

Bandalag kvenna í Reykjavík og aðildarfélög þess skora á alla stjórnmálamenn, sem eru á framboðslistum, sama í hvaða flokki þeir standa, að standa vörð um heimili, skóla, velferð barna og heilbrigðismál að loknum kosningum í apríl n.k.

Greinagerð:

Nóg hefur verið skorið niður sl. fjögur ár í þessum málaflokkum, og þjóðin komin að þolmörkum. Sýnum samstöðu og verjum þessa málaflokka sem eru undirstaða í íslensku samfélagi.

Samþykkt á þingi Bandalags kvenna í Reykjavík laugardaginn 9. mars 2013.

Ályktun þessi var  send öllum formönnum stjórnmálaflokka, sem fara í framboð vorið 2013.