Hér má nálgast ársskýrslu BKR fyrir árið 2012 – njótið vel!
Úr skýrslunni:
Aðildarfélög Bandlags kvenna í Reykjavík árið 2012 voru 14 talsins, en Kvenfélag Seljasóknar gekk til liðs við bandalagið á 97. þingi BKR í mars árið 2013. Aðildarfélögin sinna margvíslegum verkefnum og er heildarupphæð veittra styrkja áætluð í kringum 145 milljónir árið 2012.
Meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki eru ýmsar stofnanir innan heilbrigðiskerfisins þar sem börnum er sinnt, sérdeild Fjölbrautaskólans Breiðholts fyrir fatlaða nemendur sem hlaut Ipad að gjöf, ung stúlka í Kenýa hlaut styrk fyrir nýjum handlegg, styrkir til kvenna í framhaldsnámi, Dyngjan áfangaheimil fyrir konur og átröskunarteymi á LSH, Styrktarfélagið LÍF fyrir kaupum á nýju sónartæki, Thorvaldsenssjóðurinn til styrktar sumardvalar fyrir sykursjúk börn og unglinga og rannsókna á málefnum þeim viðkomandi og Hljómafl sem tilheyrir Endurhæfingardeild LR í Víðihlíð og annast ungmenni með alvarlegar geðraskanir.
Stærsti styrkurinn sem veittur var á árinu var frá Kvenfélaginu Hringnum að upphæð 70milljónir í tilefni 70 ára afmælis Barnaspítalasjóðs Hringsins. Alls námu styrkveitingar Hringsins á árinu 2012 um 135 milljónum króna.
Fjáröflunarleiðir aðildarfélaganna eru margvíslegar, þar má nefna útimarkaði, sölu í verslunum (Thorvaldsensfélagið rekur Thorvaldsensbasarinn í Austurstræti og Hvítabandið verslun í Furugrund), kaffi- og kökusölu, sölu á prjónavörum, happdrætti og bingó svo dæmi séu nefnd.