Gleðigjafanir – Nefnd um málefni eldri borgara

Markmið nefndarinnar er að heimsækja dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra í Reykjavík.

Gleðigjafarnir heimsækja reglulega 10 heimili:

  • Dalbraut 21-27
  • Fell í Skipholti
  • Fríðuhús
  • Foldabæ
  • Furugerði 1
  • Grund
  • Hrafnistu
  • Norðurbrún 1
  • Seljahlíð
  • Skjól

Boðið er upp á upplestur, stuttar sögur og gamanmál, svo er fjöldasöngur með gítarundirleik. Harmonikkuleikarar koma einnig á flesta staðina og er þá stiginn dans.

Heimsóknir eru ávallt skemmilegar og veita heimilisfólki, starfsfólki og Gleðigjöfunum sjálfum mikla ánægju.

Hafa samband: Hanna Dóra Þórisdóttir, svarar fyrirspurnum um Gleðigjafana, dagskrá þeirra og annað – netfang: hannadorat (hjá) gmail.com.