Thorvaldsensfélagið styrkir Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Á félagsfundi Thorvaldsensfélagsins laugardaginn 5. mars afhenti Anna Birna Jensdóttir formaður hálfa milljón króna til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna sem rekinn er af Bandalagi kvenna í Reykjavík og hálfa milljón króna til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Á myndinni frá vinstri  eru Ingjbjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður BKR, Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar og Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins.

Bandalag kvenna í Reykjavík færir Thorvaldsensfélaginu bestu þakkir fyrir styrkinn til sjóðsins sem á síðasta ári fagnaði 20 ára starfsafmæli. Frá upphafi hefur verið úthlutað úr sjóðnum styrkjum að upphæð tæplega 16 milljóna króna til um 140 ungra kvenna sem ekki eiga annan kost á námslánum.