Samantekt frá málþingi um börn og nútímasamfélag, 4. mars 2016

Föstudaginn 4. mars 2016 stóð Bandalag kvenna í Reykjavík fyrir opnum fundi  um „Börn og nútímasamfélag“ í samstarfi við Velferðarráðuneytið. Upplegg fundarins miðaði að umhverfi barna í nútímasamfélagi og fjallað var um þær aðstæður sem börnum og fjölskyldum þeirra eru skapaðar á Íslandi. Árið 2014 stóð BKR fyrir fundi sem miðaði að því umhverfi sem börnum og barnafjölskyldum er skapað á leikskólastiginu en nú var áhersla lögð á yngra grunnskólastigið. Hugmyndin að baki fundinum var sú að nálgast efnið á heildrænan máta með umfjöllun um skólakerfið, aðbúnað og líðan barna og mismunandi fjárhagslegan bakgrunn. Þá var fjallað um niðurstöður nýrra rannsókna og tilraunaverkefni tengd samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Að fundinum komu ýmis félög og félagasamtök sem starfa á þessu sviði.

Nánar um efni fundarins og upptökur af erindum.