Starfsmenntunarsjóður ungra kvenna

BKR stofnaði starfsmenntunarsjóð ungra kvenna þann 18. mars 1995. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Einkum eru þetta ungar einstæðar konur með börn, sem einhverra hluta vegna hafa þurft að hætta námi á sínum tíma.

Styrkir eru auglýstir í maí árlega og þeir síðan veittir í júnílok. Alls berast árlega á milli 20-30 umsóknir.

Umsókn og reglur sjóðsins má nálgast hér: Umsóknareyðublað Starfsmenntunarsjóður ungra kvenna

Þeir sem vilja styrkja Starfsmennunarsjóð ungra kvenna geta lagt inn á reikningsnúmer 301-13-300215, kt. 440169-3099.

Frá upphafi hefur hlutverk Bandalags kvenna í Reykjavík verið meðal annars að styrkja og efla konur. Tilurð þess að BKR stofnaði starfsmenntunarsjóð ungra kvenna var rannsókn sem Rauði kross Íslands gerði árið 1994 á félagslegum aðstæðum nokkurra hópa í íslensku samfélagi. Þar kom í ljós að ungar og lítið menntaðar einstæðar mæður sem ekki höfðu atvinnu voru verst settar í þjóðfélaginu. Þær virtust hafa litla möguleika á að breyta hag sínum.

Þrjár kannanir hafa verið gerðar síðan á vegum Rauða kross Íslands, 20002006 og 2010. Þessar kannanir endurspegla fyrri niðurstöður að ungar lítið menntaðar einstæðar mæður standa höllum fæti. Fjárhagsstaða þessa hóps er slæm vegna lágra launa, fyrirvinnan er ein og kvenkyns og getur illa bætt við sig aukavinnu vegna barna. Atvinnuleysi er algengara í þessum hópum og þess vegna lenda þessar konur oftar í félagslegum og efnahagslegum vítahring.

Fyrsta úthlutun úr starfsmenntasjóði var á haustdögum 1996 og styrkirnir afhentir á jólafundi BKR þann 28. nóvember. Styrkirnir voru fimm og komu úr jafnmörgum starfsgreinum – iðnhönnun, ferðamálanámi, sálfræðinámi, snyrtifræði og símsmíði. Á þessum 20 árum sem sjóðurinn hefur starfað hefur verið úthlutað árlega námsstyrkjum að undanskildum 2 árum en þá voru ekki fjármunir til þess. Samtals hefur verið úthlutað 138 styrkjum að fjárhæð samtals kr. 15,5 m.kr.

Starfandi er fjáröflunarnefnd starfsmenntunarsjóðsins, en sú nefnd hefur unnið mikið starf. Einnig gefa aðildarfélög BKR til sjóðsins, m.a. Fjallkonurnar til minningar um fyrrverandi formann sinn Jóhönnu Gunnarsdóttur og Thorvaldsensfélagið í tilefni af afmæli sínu. Sjóðurinn hefur einnig notið velvildar og styrkja ýmissa fyrirtækja og stofnana sem er ómetanlegt, m.a. SORPU / Góða hirðinum, Landsbankanum og Rio Tinto Alcan.

Afmælisrit Bandalags kvenna í Reykjavík árið 2007 á 90 ára afmæli BKR var tileinkað Starfsmenntasjóði ungra kvenna. Þar er að finna nánari upplýsingar um tilurð sjóðsins og frásagnir styrkhafa.

Umsagnir styrkhafa

Fyrirtæki sem styrktu happdrætti til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna 2014

Fyrirtæki sem styrktu happdrætti til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna 2013