Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað 30. maí 1917. Í dag eru 15 félög aðilar að BKR sem starfa á breiðum grunni að félags-, líknar- og mannúðarmálum, sjá nánar um aðildarfélögin.
Markmið BKR er að efla kynningu og samstarf aðildarfélaganna, stuðla að jafnræði til náms óháð efnahagslegri og félagslegri stöðu, vinna að velferðar- og fjölskyldumálum og standa fyrir hverskonar menningar- og fræðslustarfsemi, sjá nánar um BKR.
BKR stofnaði starfsmenntunarsjóð ungra kvenna þann 18. mars 1995. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar.
Sjá nánar um starfsmenntunarsjóðinn.