Auglýst eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna

Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2013-2014.

Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum í Reykjavík, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar.

Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast hér.

Einnig má nálgast umsóknareyðublöð í versluninni Thorvaldsensbasarinn, Austurstræti 4, alla virka daga milli kl. 14:00 og 18:00.

Fyrirspurnir og upplýsingar má senda á netfang bandalagsins: bandalagkvennarvk@gmail.com

Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í Reykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir‟. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi.

Jafnréttisnefnd BKR stofnuð

Á 97. þingi Bandalags kvenna í Reykjavík þann 9. mars sl. var jafnréttisnefnd BKR stofnuð.

Í jafnréttisnefnd sitja:

  • Alda M. Magnúsdóttir, Kvenfélagi Árbæjarsóknar
  • Helga Einarsdóttir, Kvenstúdentafélaginu
  • Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, Kvenfélaginu Silfur, formaður BKR
  • Kristjana Sif Bjarnadóttir, Kvenfélagi Langholtssóknar
  • Sigríður Hallgrímsdóttir, Hvöt, formaður jafnréttisnefndar

Á þinginu var jafnframt ákveðið að þema árisins 2013 væri “launajafnrétti”. Jafnréttisnefnd vinnur nú að skipulagningu fundarraðar fyrir haustið 2013 þar sem fjallað verður um kynbundinn launamun. Nánar auglýst síðar.