99. ársþing BKR, laugardaginn 7. mars

99. ársþing BKR verður haldið laugardaginn 7. mars 2015, að Kaffi Nauthól, Nauthólsvegi 106, kl. 10:00 f.h. Húsið opnar kl. 09:30.

Fundarboðið og dagskrárdrög hafa verið send formönnum aðildarfélaganna og nefnda BKR ásamt kjörbréfum sem félögin þurfa að fylla út og senda til skrifstofu BKR fyrir 2. mars n.k. Samkv. 5. gr. í lögum bandalagsins, lið b), hefur hvert aðildarfélag heimild til að senda 3 fulltrúa með atkvæðisrétt á þingið, en áheyrnarfulltrúum er heimil seta á ársþingi BKR með málfrelsi og tillögurétti.

Á þinginu verða afhentar viðurkenningar Bandalags kvenna í Reykjavík: Kona ársins, kvenfélag ársins og hvatningarviðurkenning BKR. 

Að fundi loknum snæðum við hádegisverð saman til heiðurs viðurkenningarhöfum og fögnum starfsárunum 99!

Hádegisverður:
Blandað úrvals-smurbrauð
Eplakaka með þreyttum rjóma

Stjórn BKR