Styrkir úr Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna afhentir í tuttugasta sinn

Frá stofnun sjóðsins hafa alls 167 styrkir að verðmæti rúmlega 19 miljónun króna verið afhentir.

Styrktarhafa ásamt stjórn sjóðsins.

Styrktarhafa ásamt stjórn sjóðsins.

Þann 24. ágúst sl. voru afhentir 7 styrkir úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna að heildarupphæð rúmlega einni milljón króna.

Tilgangur sjóðsins hefur frá upphafi verið að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til þess að afla sér aukinnar menntunar. Aukin samkeppni í atvinnulífinu kallar á auknar menntunarkröfur og hefur Bandalag kvenna í Reykjavík reynt að styðja við bakið á ungum konum sem hafa hug á að skapa sér og fjölskyldu sinni betri framtíð og styrkja stöðu sína á atvinnumarkaði.

Sjóðurinn var stofnaður 1995 og voru fyrstu styrkirnir úthlutaðir 1996 og því komin 20 ár síðan fyrstu styrkjunum var úthlutað. Á þessum 20 starfsárum hefur sjóðurinn alls veitt 167 styrki að verðmæti rúmlega19 miljónun króna.

Hildur Oddsdóttir er ein af þeim sem fékk styrk í ár en hún hefur hlotið styrki frá sjóðnum síðan 2013. Þessi aðstoð hefur verið henni dýrmæt og gert henni kleift að stunda nám en hún mún klára stúdentinn um áramót frá Menntaskólanum í Ármúla og stefnir líka í haust á viðurkennt bókaranám við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Starfandi er fjáröflunarnefnd Starfsmenntunarsjóðsins, einnig gefa aðildarfélög BKR til sjóðsins en mestu munar um velvild og styrki fyrirtækja til sjóðsins, m.a. frá Sorpu, Góða Hirðinum og Thorvaldssenfélaginu.