Námskeið um fundarsköp og fundarstjórn

BKR býður félagskonum aðildarfélaganna að taka þátt í námskeiði um fundarsköp og fundarstjórn fimmtudaginn 30. janúar kl. 19:30-22:00 í sal Hallveigarstaða, Túngötu 14.

Fjallað verður almennt um lykilatriði í fundarstjórn, og þátttakendur gera verklegar æfingar í fundarritun og fundarstjórn. Námskeiðið ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér betur og skerpa á grunnatriðum fundarskapa og ekki síður gott fyrir þá sem vilja fá aukið sjálfstraust í þátttöku á fundum þar sem reglurnar gilda.

Ingibjörg Vigfúsdóttir frá Powertalk International er leiðbeinandi námskeiðsins:

Ingibjorg Vigfusdottir_myndIngibjörg Vigfúsdóttir, er fædd 19. maí árið 1956, í Seljatungu, Gauðverjabæjarhreppi – í Árnessýslu.  Þar  ólst hún upp ásamt foreldrum sínum og bræðrum til 16 ára aldurs.  Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Selfoss og síðar útgerðartækni frá Tækniskóla Íslands.  Hún starfaði hjá útgerðarfyrirtækjum , á Eyrarbakka og síðan hjá Granda í Reykjavík í tvo áratugi.  Nú starfar hún hjá Skiptum, móðurfélagi Símans, og sinnir þar skipulagningu ferðalaga starfsmanna.  Ingibjörg er tvígift og á eina dóttur barna.  Hún les mikið, fer gjarnan í leikhús og á tónleika – þykir gaman að borða og elda mat, ekki síst í góðra vina hópi.  Fer í laxveiðar á sumrin með manni sínum og vildi gjarnan geta notað afganginn af árinu til ferðalaga.

Fyrst og fremst lofum við skemmtilegu kvöldi í góðum félagsskap!

Skráningarfrestur er til 28. janúar – skráning sendist á netfangið: bandalagkvennarvk@gmail.com 

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flestar!

Viltu prófa eitthvað nýtt, efla tengslanetið og láta gott af þér leiða?

Innan BKR eru 15 aðildarfélög sem starfa starfa á breiðum grunni að félags-, líknar- og mannúðarmálum. Verkefni kvenfélaganna eru fjölbreytt og mótast starfsemi og áherslur þeirra af þeim konum sem taka þátt í starfinu hverju sinni.

Kvenfélögin í Reykjavík starfa flest í tengslum við ákveðna málaflokka og/eða ákveðna borgarhluta og eru þannig í einstöku sambandi við nærumhverfi sitt og samfélag. Þannig þekkja þau vel hvar þörf er fyrir aðstoð hverju sinni og hvað má bæta í samfélagi nútímans.

Taktu þátt í skemmtilegu starfi kvenfélaganna og láttu gott af þér leiða!

Hér getur þú skoðað nánari upplýsingar um aðildarfélög BKR, starfsemi og skipulag.