Viltu prófa eitthvað nýtt, efla tengslanetið og láta gott af þér leiða?

Innan BKR eru 15 aðildarfélög sem starfa starfa á breiðum grunni að félags-, líknar- og mannúðarmálum. Verkefni kvenfélaganna eru fjölbreytt og mótast starfsemi og áherslur þeirra af þeim konum sem taka þátt í starfinu hverju sinni.

Kvenfélögin í Reykjavík starfa flest í tengslum við ákveðna málaflokka og/eða ákveðna borgarhluta og eru þannig í einstöku sambandi við nærumhverfi sitt og samfélag. Þannig þekkja þau vel hvar þörf er fyrir aðstoð hverju sinni og hvað má bæta í samfélagi nútímans.

Taktu þátt í skemmtilegu starfi kvenfélaganna og láttu gott af þér leiða!

Hér getur þú skoðað nánari upplýsingar um aðildarfélög BKR, starfsemi og skipulag.