Tilkynning frá stjórn BKR varðandi Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík.

Bandalag kvenna í Reykjavík tilkynnir að formlegri aðkomu samtakanna að Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík er lokið eftir 65 ára samfellt starf í umsjá BKR. Nefndin var stofnuð af Bandalaginu árið 1960 og hefur kosning í hana farið fram á ársþingum BKR allar götur síðan.

Árið 1930 tók Bandalag kvenna í Reykjavík þátt í að stofna Kvenfélagasamband Íslands og árið 2012 gekk Bandalagið úr Kvenfélagasambandinu. Við viljum trúa því að kvenfélögin úti á landi standi ekki að þeim yfirgangi sem Kvenfélagasambandið hefur sýnt Bandalaginu, enda höfum við átt frábært samstarf við mörg þeirra.

Kvenfélagasamband Íslands hefur nú tekið einhliða yfir stjórn Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík án samráðs við Bandalag kvenna í Reykjavík. Bandalagið telur þessa aðgerð ekki í samræmi við venjur og góða starfshætti og vill með þessu skýra frá að núverandi nefnd starfar ekki á vegum BKR né bera samtökin ábyrgð á henni.

Formleg skil nefndarinnar fóru fram þann 18. desember 2025 með afhendingu til Borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Málið hefur verið tilkynnt formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og ráðherra félagsmála.

Bandalagið þakkar öllum sem lagt hafa nefndinni lið í gegnum árin og lítur með stolti yfir 65 ára sögu samvinnu og þjónustu við konur í Reykjavík. Sérstakar þakkir fá þær konur sem stóðu með stjórninni í þessu krefjandi verkefni á árinu 2025.

Við viljum að lokum þakkir þeim fjölmörgu konum sem hafa notið orlofsdvalar með okkur í gegnum árin.

Fh. stjórnar BKR.

Vilborg Þ.K. Bergman, formaður BKR.