Haustfundur BKR

Fimmtudaginn 24. október verður haldinn haustfundur Bandalags kvenna í Reykjavík.

Edda Jonsdottir

Að þessu sinni verður fundurinn helgaður stefnumótun og umræðum um hlutverk og framtíðarsýn fyrir BKR. Erindi heldur Edda Jónsdóttir frá Edda Coaching: http://www.linkedin.com/in/eddajonsdottir

Við gerum ráð fyrir skemmtilegum og kraftmiklum umræðum og vonumst til þess að sjá góða þátttöku frá aðildarfélögunum, en hverju aðildarfélagi er heimilt að senda 3 fulltrúa. Formenn aðildarfélaganna sjá um val á fulltrúum. Við hvetjum jafnframt alla félagsmenn til þess að senda ábendingar og tillögur til formanna félaga sinna eða til stjórnar BKR á netfangið bandalagkvennarvk (hjá) gmail.com

Með kærri kveðju, stjórn BKR