100. ársþing BKR og afhending viðurkenninga BKR 2016

100. þingi Bandalags kvenna í Reykjavík var haldið laugardaginn 12. mars 2016 á Grand Hótel Reykjavík. Á dagskrá voru venjubundin aðalfundarstörf.

Á fundinum afhenti BKR í þriðja sinn viðurkenningar bandalagsins til aðila sem starfa á áherslusviðum félagsins. BKR telur mikilvægt að vekja athygli á því góða starfi sem unnið er á öllum sviðum samfélagsins og efla jákvæða samræðu.

KONA ÁRSINS 2016: Inga Dóra Sigfúsdóttir – fyrir brautryðjandi starf á sviði rannsókna á líðan barna og unglinga í nútímasamfélagi. Inga Dóra Sigfúsdóttir er prófessor við Háskólann í Reykjavík og stofnandi rannsóknarsetursins Rannsóknir og greining. Hún hlaut nýverið 300 milljón króna styrk frá Evrópusambandinu til að rannsaka líðan, hegðun og heilsu íslenskra barna. Í rannsókninni eru tengd saman mismunandi fræðasvið og skoðað er allt í senn; áhrifin á andlegu líðanina, á hegðunina, sem og líffræðilegu hliðina. Þannig eru tengdir saman þættir frá mismunandi fræðasviðum.

HVATNINGARVIÐURKENNING BKR 2016: Samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Saman gegn ofbeldi. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á þeim heimilisofbeldismálum sem upp koma, í því skyni að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu veittu viðurkenningunni móttöku á fundinum.

Á meðfylgjandi mynd eru viðurkenningarhafar árið 2016 ásamt fráfarandi formanni BKR:

Frá vinstri: Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, fráfarandi formaður BKR; Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu; Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík; og Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík.

Frá vinstri: Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, fráfarandi formaður BKR; Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu; Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík; og Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík.