Vinnustofa um sjálfboðastarf og tengslanet

Vinnustofa um sjálfboðastarf og tengslanetBandalag kvenna í Reykjavík í samstarfi við Dale Carnegie og Festu – samfélagsábyrgð fyrirtækja, stóð fyrir vinnustofu í dag undir yfirskriftinni “Sjálfboðastarf og tengslanet”.

Vinnustofan var mjög vel sótt og góðar umræður sköpuðust um þátttöku einstaklinga í samfélagsverkefnum og ávinning, hvaða tækifæri eru fyrir hendi, hvaða atriði geta hindrað þátttöku og hvernig megi bregðast við þeim þáttum.

Stjórnendur vinnustofunnar voru Halldóra Proppé frá Dale Carnegie og Ketill B. Magnússon frá Festu – samfélagsábyrgð fyrirtækja og fjölluðu þau um þátttöku í sjálfboðaliðastörfum og ávinninginn af þátttöku – t.d. að efla tengslanetið og læra að virkja það, öðlast nýja reynslu, aukin hamingja og að gefa af sér. Einnig var rætt um borgaralega ábyrgð einstaklinga og þátttöku í samfélagsuppbyggingu og samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Þátttakendur vinnustofunnar leystu af hendi einfalt verkefni sem snéri að því hvernig viðkomandi gæti best nýtt krafta sína í samfélagsstörfum og finna út á hvaða vettvangi þeir vildu helst starfa. Æfingin fól m.a. í sér að þátttakendur settu niður á blað þrjá styrkleika sem þeir eru gæddir, þrjú atriði sem viðkomandi hefur gaman að og þrjá málaflokka sem þátttakendur hefðu áhuga á að starfa í tengslum við.

Við þökkum þátttakendum vinnustofunnar kærlega fyrir þátttökuna og hvetjum ykkur til þess að hafa samband við BKR ef einhverjar spurningar kvikna um sjálfboðastörf og þátttöku í samfélagsverkefnum. Netfang BKR er bandalagkvennarvk (hjá) gmail.com og frekari upplýsingar um aðildarfélögin má finna hér: Aðildarfélög BKR

Myndir frá vinnustofunni: