98. þing BKR á alþjóðadegi kvenna, 8. mars 2014

98. þing BKR verður haldið á alþjóðadegi kvenna, laugardaginn 8. mars 2014, að Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, kl. 10:00 f.h. Húsið opnar kl. 09:30.

Fundarboðið og dagskrárdrög hafa verið póstlögð til formanna aðildarfélaganna ásamt kjörbréfum sem félögin þurfa að fylla út og senda til skrifstofu BKR fyrir 4. mars n.k. Samkv. 5. gr. í lögum bandalagsins, lið b), hefur hvert aðildarfélag heimild til að senda 3 fulltrúa með atkvæðisrétt á þingið, en áheyrnarfulltrúum er heimil seta á ársþingi BKR með málfrelsi og tillögurétti.

Á þinginu verða afhentar viðurkenningar Bandalags kvenna í Reykjavík: Kona ársins, kvenfélag ársins og hvatningarverðlaun BKR. 

Að fundi loknum snæðum við hádegisverð saman til heiðurs viðurkenningarhöfum og fögnum starfsárunum 98!

Veitingar:
Kaffi, heilsuskot og ferskir niðurskornir ávextir við komu
Hádegisverður:
Kjúklingabringa með svepparisotto og kryddjurtasalati
Kaffi og sætindi eftir mat

Stjórn BKR

Námskeið um fundarsköp og fundarstjórn

BKR býður félagskonum aðildarfélaganna að taka þátt í námskeiði um fundarsköp og fundarstjórn fimmtudaginn 30. janúar kl. 19:30-22:00 í sal Hallveigarstaða, Túngötu 14.

Fjallað verður almennt um lykilatriði í fundarstjórn, og þátttakendur gera verklegar æfingar í fundarritun og fundarstjórn. Námskeiðið ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér betur og skerpa á grunnatriðum fundarskapa og ekki síður gott fyrir þá sem vilja fá aukið sjálfstraust í þátttöku á fundum þar sem reglurnar gilda.

Ingibjörg Vigfúsdóttir frá Powertalk International er leiðbeinandi námskeiðsins:

Ingibjorg Vigfusdottir_myndIngibjörg Vigfúsdóttir, er fædd 19. maí árið 1956, í Seljatungu, Gauðverjabæjarhreppi – í Árnessýslu.  Þar  ólst hún upp ásamt foreldrum sínum og bræðrum til 16 ára aldurs.  Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Selfoss og síðar útgerðartækni frá Tækniskóla Íslands.  Hún starfaði hjá útgerðarfyrirtækjum , á Eyrarbakka og síðan hjá Granda í Reykjavík í tvo áratugi.  Nú starfar hún hjá Skiptum, móðurfélagi Símans, og sinnir þar skipulagningu ferðalaga starfsmanna.  Ingibjörg er tvígift og á eina dóttur barna.  Hún les mikið, fer gjarnan í leikhús og á tónleika – þykir gaman að borða og elda mat, ekki síst í góðra vina hópi.  Fer í laxveiðar á sumrin með manni sínum og vildi gjarnan geta notað afganginn af árinu til ferðalaga.

Fyrst og fremst lofum við skemmtilegu kvöldi í góðum félagsskap!

Skráningarfrestur er til 28. janúar – skráning sendist á netfangið: bandalagkvennarvk@gmail.com 

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flestar!

Viltu prófa eitthvað nýtt, efla tengslanetið og láta gott af þér leiða?

Innan BKR eru 15 aðildarfélög sem starfa starfa á breiðum grunni að félags-, líknar- og mannúðarmálum. Verkefni kvenfélaganna eru fjölbreytt og mótast starfsemi og áherslur þeirra af þeim konum sem taka þátt í starfinu hverju sinni.

Kvenfélögin í Reykjavík starfa flest í tengslum við ákveðna málaflokka og/eða ákveðna borgarhluta og eru þannig í einstöku sambandi við nærumhverfi sitt og samfélag. Þannig þekkja þau vel hvar þörf er fyrir aðstoð hverju sinni og hvað má bæta í samfélagi nútímans.

Taktu þátt í skemmtilegu starfi kvenfélaganna og láttu gott af þér leiða!

Hér getur þú skoðað nánari upplýsingar um aðildarfélög BKR, starfsemi og skipulag.

Bandalag kvenna í Reykjavík styrkir meistaranema

Margrét Gyða Pétursdóttir lektor, Arnhildur Hálfdánardóttir, meistaranemi í blaða- og fréttamennsku, og Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður Bandalags kvenna í ReykjavíkArnhildur Hálfdánardóttir, meistaranemi í blaða- og fréttamennsku, hlaut á dögunum styrk að upphæð kr. 300.000 til að skrifa meistararitgerð sína um birtingarmyndir kvenna í íslenskum fjölmiðlum.

Styrkinn veitir Bandalag kvenna í Reykjavík í samstarfi við Stjórnmálafræðideild og námsbraut í blaða- og fréttamennsku við Félags- og mannvísindadeild HÍ.

Í ritgerðinni hyggst Arnhildur beina sjónum sínum að þeim fréttum sem fyrstar eru í fréttatímum ljósvakamiðla eða á forsíðum dagblaða og eru jafnan taldar mikilvægastar. Valið á þessum fréttum er þó ekki algerlega hlutlægt. Á bak við það eru flókin ferli sem ýmsir þættir geta haft áhrif á og mun Arnhildur leitast við að varpa ljósi á hvaða áhrif kyngervi og staða kynjanna í fjölmiðlaheiminum hefur á þetta ferli.

Leiðbeinandi Arnhildar er Margrét Gyða Pétursdóttir, lektor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild.

Frétt á heimasíðu Háskóla Íslands

Jólafundur BKR og fjáröflun fyrir starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Jólafundur Bandalags kvenna í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 21. nóvember kl. 19:30 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Húsið opnar með léttum veitingum / jólaglöggi kl. 19:00.

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp formanns BKR
  • Sigrún Pálsdóttir les upp úr nýútkominn bók sinni, Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga
  • Dagmar Sigurðardóttir, formaður Hvítabandsins, afhentir gjöf mætrar Hvítabandskonu, Ragnhildar Einarsdóttur, sem safnaðist í tilefni 80 ára afmælis hennar í haust
  • Happdrætti til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna

Veitingar: Heitt súkkulaði og meðlæti að hætti “Ásdísar”.

Sigrún Pálsdóttir verður jafnframt með bók sína til sölu á sérstöku tilboðsverði fyrir gesti fundarins.

Við hlökkum til að sjá ykkur á jólafundinum og eiga ánægjulega kvöldstund saman – allir velkomnir!

Stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík

Fyrirtæki sem gáfu vinninga fyrir happdrættið til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna.

Viðtal við formann BKR hjá Sirrý á sunnudagsmorgni, Rás 2

Sirrý Arnardóttir fjallaði um jafnréttismál í þætti sínum í dag, 27. október, í tilefni þess að jafnréttisvikan hefst í dag. Af því tilefni bauð hún formanni BKR, Ingibjörgu Rafnar Pétursdóttur, til sín í skemmtilegt spjall um Bandalag kvenna í Reykjavík, starfsemina, verkefnin og framtíðarsýnina.

Viðtalið má nálgast hér: Sirrý á sunnudagsmorgni, 27. október 2013

Haustfundur BKR

Fimmtudaginn 24. október verður haldinn haustfundur Bandalags kvenna í Reykjavík.

Edda Jonsdottir

Að þessu sinni verður fundurinn helgaður stefnumótun og umræðum um hlutverk og framtíðarsýn fyrir BKR. Erindi heldur Edda Jónsdóttir frá Edda Coaching: http://www.linkedin.com/in/eddajonsdottir

Við gerum ráð fyrir skemmtilegum og kraftmiklum umræðum og vonumst til þess að sjá góða þátttöku frá aðildarfélögunum, en hverju aðildarfélagi er heimilt að senda 3 fulltrúa. Formenn aðildarfélaganna sjá um val á fulltrúum. Við hvetjum jafnframt alla félagsmenn til þess að senda ábendingar og tillögur til formanna félaga sinna eða til stjórnar BKR á netfangið bandalagkvennarvk (hjá) gmail.com

Með kærri kveðju, stjórn BKR

Styrkir úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna afhentir

Í dag afhenti Bandalag kvenna í Reykjavík styrki úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna í 16. sinn frá stofnun sjóðsins árið 1995. Alls var úthlutað 20 styrkjum fyrir skólaárið 2013-2014 úr Starfsmenntunarsjóðnum að heildarupphæð rúmlega 2,2 milljónir króna.

Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Í gegnum tíðina hafa styrkþegar einkum verið ungar einstæðar mæður, sem einhverra hluta vegna hafa þurft að hætta námi á sínum tíma.

Á þessum 17 árum sem sjóðurinn hefur starfað hefur verið úthlutað 119 styrkjum að fjárhæð samtals kr. 13.566.000. Starfandi er fjáröflunarnefnd starfsmenntunarsjóðsins, en sú nefnd hefur unnið mikið starf. Einnig gefa aðildarfélög BKR til sjóðsins auk þess sem sjóðurinn hefur notið velvildar og styrkja ýmissa fyrirtækja og stofnana sem er ómetanlegt, m.a. SORPU / Góða hirðinum, Landsbankanum og Rio Tinto Alcan.

Ástrún Friðbjörnsdóttir sá um söng og Katrín Ósk Adamsdóttir, styrkþegi frá Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna 2012, flutti erindi.

Starfsmenntunarsjóður úthlutun 2013

Styrkhafar 2013 ásamt formanni BKR og stjórn Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna.

Styrkur til ritunar meistararitgerðar – Birtingarmyndir kvenna í íslenskum fjölmiðlum

Bandalag kvenna í Reykjavík í samstarfi við Stjórnmálafræðideild HÍ og námsbraut í blaða- og fréttamennsku auglýsir styrk til ritunar meistararitgerðar um birtingarmyndir kvenna í íslenskum fjölmiðlum. Miðað er við lokaverkefni í meistaranámi, að lágmarki 30 ECTS einingar. Verkefnið þarf að hefjast sem fyrst og er miðað við að því ljúki ekki síðar en vorið 2014.

Verkefnið hentar meistaranema í kynjafræði, stjórnmála- og stjórnsýslufræðum, blaða- og fréttamennsku eða almennum félagsvísindum og skal beita kynjafræðilegu sjónarhorni á verkefnið. Markmið verkefnisins er að m.a. að kanna kynjahlutföll í fjölmiðlum og að hvaða marki mismunandi birtingarmyndir búi að baki mismunandi sýnileika kynjanna. Gert er ráð fyrir að rannsóknin verði gagnagreining, spurningakönnun og/eða viðtalsrannsókn.

Styrkurinn verður veittur nema sem sækir um í samráði við leiðbeinanda sinn. Umsókn skal vera á bilinu 200–500 orð þar sem fram kemur nánar hvernig umsækjandi telur rétt að standa að rannsókninni og hvaða öðrum spurningum sé mikilvægt að svara. Leiðbeinandi getur ekki sótt um fyrir ótiltekinn nemenda.

Styrkurinn er að upphæð kr. 300.000 og verður hann greiddur út í tvennu lagi, 150.000 þegar þriðjungi vinnunnar er lokið að mati leiðbeinanda og 150.000 þegar verkefni er lokið. Styrkveitendur fá kynningu á niðurstöðum auk eintaks af rannsókninni.

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2013.

Umsókn og ferilskrá, ásamt staðfestingu leiðbeinanda, skal senda á skrifstofu Stjórnmálafræðideildar HÍ í Gimli við Sturlugötu, 101 Reykjavík eða á elva@hi.is

HÍ lógó

BKR Lógó

Afhending styrkja úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna

Afhending styrkja úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna fer fram í hátíðarsal Hallveigarstaða, Túngötu 14, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17:30Í boði verða léttar veitingar.

BKR stofnaði starfsmenntunarsjóð ungra kvenna þann 18. mars 1995. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Einkum eru þetta ungar einstæðar konur með börn, sem einhverra hluta vegna hafa þurft að hætta námi á sínum tíma.

Nánari upplýsingar um starfsmenntunarsjóð ungra kvenna má finna hér.

Stjórn Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna

Samfélagssjóður Landsbankans styrkir Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Landsbankinn veitti í gær fimmtán milljónir króna í samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Starfsmenntunarsjóður ungra kvenna sem rekinn er af Bandalagi kvenna í Reykjavík hlaut styrk að fjárhæð 250 þúsund krónur.

Bandalag kvenna í Reykjavík þakkar kærlega fyrir framlagið.

Meðfylgjandi mynd er frá styrkafhendingunni en Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður BKR, tók við styrknum fyrir hönd félagsins.

Frá afhendingu styrkja Samfélagssjóðs landsbankans

Veittir voru 34 styrkir, þrír að upphæð 1 milljón króna hver, sautján að fjárhæð 500 þúsund krónur og fjórtán að fjárhæð 250 þúsund krónur. 

Nánari upplýsingar um úthlutun samfélagsstyrkja úr Samfélagssjóði Landsbankans árið 2013 má finna hér.

Umfjöllun Fréttatímans um ársskýrslu BKR fyrir árið 2012

Hér má nálgast umfjöllun Fréttatímans í helgarblaðinu 28-30. júní um ársskýrslu BKR fyrir árið 2012:

Söfnuðu 145 milljónum á síðasta ári

27.06 2013 | Dægurmál

Söfnuðu 145 milljónum á síðasta ári

Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Ingibjörg Birna Kjartansdóttir stjórna Bingói hjá kvenfélaginu Silfri.

Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík söfnuðu um 145 milljónum til ýmissa góðgerðarmálefna á síðasta ári, að því er kemur fram í ársskýrslu bandalagsins. Hæstu upphæðinni safnaði Hringurinn eða 135 milljónum. Barnaspítali Hringsins fékk 70 milljónir af þeirri upphæð í tilefni af 10 ára afmæli sínu og 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðsins. Hringurinn styrkti einnig ýmsar aðrar heilbrigðisstofnanir svo sem skurðstofu Landspítalans í Fossvogi, Háls- nef og eyrnadeild barna og Meðgöngu og sængurkvennadeild Landspítalans.

Önnur aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík styrktu ýmis málefni á árinu og má þar nefna sérdeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir fatlaða nemendur sem hlaut spjaldtölvu að gjöf frá kvenfélögum hverfisins. Kvenfélag Hallgrímskirkju veitti ungri stúlku í Kenýa styrk fyrir gervihandlegg auk þess sem Dyngjan, áfangaheimili fyrir konur, og Átröskunarteymi Landspítalans fengu styrki frá Hvítabandinu. Thorvaldsenssjóðurinn styrkti sykursjúk börn og unglinga til sumardvalar og Kvenfélagið Silfur styrkti Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík eru fimmtán talsins og beita margvíslegum fjáröflunarleiðum, svo sem útimörkuðum, rekstri verslana, eins og Thorvaldsensbasarsins í Austurstræti og verslunar Hvítabandsins í Furugrund. Félögin halda happdrætti og bingó, ásamt því að selja kaffi, kökur og prjónavörur. Kvenfélagið Silfur, sem er yngsta félagið, hefur meðal annars haldið galakvöld og fatasölur í Kolaportinu í sinni fjáröflun.

Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is