Opinn fundur um börn og nútímasamfélag 4. mars kl. 8.30-10.30

Born_og_nutumasamfelag_2016BKR stendur fyrir málþinginu „Börn og nútímasamfélag” föstudaginn 4. mars n.k. í samstarfi við velferðarráðuneytið. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík kl. 8.30-10.30, stofu V101.

Upplegg fundarins miðar að umhverfi barna og barnafjölskyldna í nútímasamfélagi. Árið 2014 stóð BKR fyrir fundi sem miðaði að dagforeldra- og leikskólastiginu en nú mun áherslan færast á yngra grunnskólastigið. Á fundinum verður efnið nálgast á heildrænan máta með umfjöllun um aðbúnað og líðan barna, skólakerfið, mismunandi fjárhagslegan bakgrunn barnafjölskyldna, samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og styttingu vinnudagsins.

DAGSKRÁ:

  1. Líðan barna og unglinga á Íslandi: staða og þróun. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og stofnandi Rannsókna og greininga.
  2. Nám, grunnleggjandi færni og breytt skipulag skóladagsins. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við norska tækni og vísindaháskólann í Trándheimi og Háskólann í Reykjavík.
  3. Niðurstöður skýrslu UNICEF um börn á Íslandi sem líða efnislegan skort. Lovísa Arnardóttir, réttindagæslufulltrúi UNICEF og höfundur skýrslunnar.
  4.  „Ég er bara með samviskubit, svo geðveikt gagnvart börnunum” – Um samræmingu fjölskyldu og atvinnu í nútímasamfélagi. Andrea Hjálmsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri  og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.
  5. Styttri vinnuvika í Reykjavík. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, um tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar.
  6. Atvinnulífið og stytting vinnudagsins. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.
  7. Pallborðsumræður: Heimili og skóli, Félag skólastjórnenda í RVK, Félag grunnskólakennara, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, SAMFOK, Barnaheill, Hrói höttur barnavinafélag, og Helga Arnfríður Haraldsdóttir barnasálfræðingur, ásamt fyrirlesurum.

Fundarstjóri verður Nanna Kristín Christiansen, uppeldis- og menntunarfræðingur og ritstjóri Krítarinnar.

ÓKEYPIS AÐGANGUR OG ALLIR VELKOMNIR!

Viðburðurinn á Facebook