Dagur kvenfélagskonunnar

Til hamingju með daginn kæru landsmenn nær og fjær – í dag fögnum við degi kvenfélagskonunnar! 1. febrúar var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár. Síðustu þrjú árin hefur BKR gefið út ársskýrslu um starfsemi sína og aðildarfélaganna. Þar kemur fram að á tímabilinu 2012-2014 hafa aðildarfélög BKR gefið í kringum 340 milljónir króna til ýmissa verkefna. Það munar um minna!

Í dag birtum við skemmtilegt viðtal við formann og varaformann Kvenfélags Langholtssóknar. Við vonumst til þess á næstu mánuðum að birta áhugaverð viðtöl við félagskonur úr aðildarfélögum BKR sem upptakt fyrir afmælisárið okkar 2017 þegar við fögnum 100 ára afmæli BKR!

Njótið dagsins!